mánudagur, mars 27, 2006


Listadagar grunnskóla Garðabæjar

Þá er listadögum formlega lokið og endapunkturinn var vegleg lokahátíð í Ásgarði í dag. Margt var um dýrðir á hátíðinni og boðið upp á allskyns skemtiatriði. Kynnir hátíðarinnar var ofurhetjan Skuggi sem er sko skjótasti fiskurinn í sjónum ... öðru nafni Jónsi sem kendur er við hljómsveitina í Svörtum fötum.

Anna átti að syngja með hópi leikskólabarna en þegar á hólminn var komið vildi hún alls ekki fara út á gólf til hinna barnana og sat með tárin í augunum þar til henni var sagt að hún þyrfti ekki að fara. Ég held að vígalegt útlit kynnisins hafi haft eithvað með hræðslu hennar að gera. Hin börnin voru ekki jafn smeyk og sungu hástöfum. Stoltir foreldrar flykktust að til að mynda og þess vegna sást minnst af börnum og því meira af afturendum foreldranna he he he he he.



Mikið var um dýrðir og var ég auðvitað með myndavélina á lofti allan tímann. Erfitt var þó að ná nothæfum myndum vegna einstaklega erfiðrar lýsingar og ég er náttúrlega bara með grunn búnað til myndasmíða. Einn lítill sjarmör sá mig með myndavélina á lofti og settist fyrir framan mig og fór að stilla sér upp, það var náttúrlega ekki annað hægt en að smella mynd af stráksa. Því miður var ég með aðdráttarlinsuna á og náði því bara andlitsmynd af honum en uppstillingin hjá honum var mjög sæt.



Veitt voru verðlaun í smásagnasamkepni sem haldin var og einn af vinningshöfunum var Eva bekkjarsystir Ásdísar. Hún er nú ekki óvön að sigra enda hefur hún verið valin efnilegasti íþróttamaður bæjarins og vann upplestrarkeppni grunnskólanna fyrr í vikunni.



Skemtiatriðin voru af ýmsum toga t.d. Djass, kórsöngur, dans og unglingahljómsveit spilaði. Þegar þar var komið við sögu voru yngstu gestir hátíðarirnnar farnir að ókyrrast og þá fékk Ofurfiskurinn Skuggi þá brilliant hugmynd að láta krakkana fara í kapphlaup eftir endilöngum salnum og var það nóg til að hleypa út mestu gufunni og hátíðin gat haldið friðsamlega áfram.



Lokaatriðið voru svo nokkur atriði úr Hafinu bláa og máttu þeir krakkar sem vildu taka þátt í atriðinu og lærðu að leika fiska og ýmislegt í þeim dúr. Árni lét sig náttúrlega ekki vanta í þann hóp enda kann hann að hafa gaman af lífinu. Þetta var líka frábær skemtun fyrir alla þáttakendur sem áhorfendur !!





Engin ummæli: