föstudagur, mars 24, 2006


Múrinn rofinn

All in all it´s just another brick in the Wall.
All in all you’re just another brick in the wall.

Loksins safnaði ég kjarki og henti inn mynd í samkepni á Ljósmyndagagnrýni.is verkefnið var bara of skemtilegt til að láta fram hjá sér fara en það var Epli á röngum stað. Ég var ekki fyrr búin að sjá titil keppninar þegar hugmyndirnar brutust fram eins og vatn í leysingum. Það sem ég skemti mér svo við framkvæmdina maður minn þetta var æði. Ég þurfti að vísu að brjóta af mér nokkrar hömlur sem felast í smáborgaralegheitum og feimni... almáttugur hvað ef einhver sæi til mín Omg ég myndi skammast míns svo ..... o.s.v.f. var fyrsta hindrunin. En ég herti mig upp enda var ég nú ekki að fara á fjölfarin stað en samt alltaf hætta á að rekast á einhvern. Ég komst á áfangastað og það kom að vísu enginn að mér þar sem ég myndaði og myndaði allavega tók ég ekki eftir neinum he he he enda gleymdi ég mér alveg því þetta var svo gaman. Næsta hindrun var að harka af sér og velja réttu myndina (þvílíkur höfuðverkur) og senda hana inn .... hvað ef hún fær ömurlega dóma og engum líkar hún. En ég komst yfir það og ákvað að það skipti bara engu máli ef hún lenti í neðsta sæti og öllum þætti hún ömurleg iss ég læri þá bara af því og geri betur næst.
Myndin sem hér skreytir bloggið er ekki myndin sem ég sendi inn :s

Í Garðabæ hafa verið listadagar núna þessa vikuna og því mikið líf og fjör í bænum. Árgangurinn hans Árna fór í hljóðver og tók upp geisladisk og héldu svo útgáfutónleika á miðvikudaginn. Þetta var náttúrlega bara snilld og mikil skemtun.

Hjá _Önnu var söngskemtun í leikskólanum í morgun og lokatónleikar tónlistarnámskeiðsins hennar voru á miðvikudaginn.Svo á hún listaverk út á Garðatorgi og auðvitað teiknaði hún prinsessur nema hvað he he he Á sunnudaginn kl. 16 á hún svo að syngja í hópsöng Leikskólabarna Garðabæjar á lokahátíð Listadaga ég er ekki lítið spennt að sjá það.

4 ummæli:

Dyrleif sagði...

Vá ......vá ..... ekkert smá flott mynd :) .....

Nafnlaus sagði...

**Roðn** Takk :)

Dyrleif sagði...

Sæl sæta :)

Vildi bara láta þig vita að ég "stal" myndinni þinni :) - og setti í Headerinn á heimasíðunni hjá mér, tímabundið. Fannst "Epli á röngum stað" eiga bara svo vel við það sem er að gerast í lífi mínu nuna :) ha ha - já ég veit - ég hef kaldann húmor :) ... knús dúlla, tak, ég vona að þér sé sama

Nafnlaus sagði...

Bara besta mál :)