Það er nú greinilega ekki allt í lagi með mig þessa dagana ...eða hvað... Ég er farin að standa mig að því að vera í mótmælagöngum alltaf öðru hvoru núna. Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári síðan að þetta ætti eftir að koma fyrir mig myndi ég saka þann sama um að vera orðinn eithvað tæpur á geði. Ég hef að vísu alltaf verið frekar fúl yfir því hvað íslendingar láta allt yfir sig ganga og segja aldrei neitt og halda svo bara áfram að kjósa sömu stjórn yfir sig aftur og aftur meðan þeir rífast út um hitt munnvikið yfir hvað allt er ómögulegt.
Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að mótmæla er að mér blöskraði þegar kunningi minn af blogging network sat í sprengjuregni án þess að fyrir því væri réttlætanleg ástæða. Saman við það blandaðist líka pirringur yfir stríðs og valdabrölti ákveðinna þjóða sem mér finnast vera farin að stefna óhugnarlega í átt að fjórða ríkinu. Þegar Nostradamus spáði heimstyrjöldinni 3 á sínum tíma talaði hann um að stríðið yrði á milli austulanda nær og vesturlanda og til tók Bandaríkin víst sérstaklega. Hann sagði einnig að 3 anti kristur sæist fyrst með bláan vefjarhött á höfði en ég er nú farin að hallast að því að hann hafi séð bláa derhúfu bara ekki kunnað að lýsa henni betur, enda tíðkuðust derhúfur víst ekki á hans tíma.
Ástæðan fyrir því að ég sá mér ástæðu til að fara niður í bæ í kvöld var tvíþætt annars vegar fannst mér þetta ágætis tækifæri til að taka myndir fyrir Blogging Reykjavík hins vegar það að mér blöskrar hvernig við erum að fara með landið okkar. Í upphafi skildi ég ekki þetta píp um umhverfið sem var að fara undir vatn ráðamenn þjóðarinnar sögðu að þetta væru nú engar perlur bara sandur og möl (eyðimörk) sem færi þarna undir vatn og ég trúði því(Já já ég átti að vita betur ég veit). Ég keypti líka sönginn um ódýru vistvænu raforkuna sem við ætlum að framleiða, því allir vita að vatnsvirkjanir eru umhverfisvænar, ekki satt. Náttúruverndar sinnarnir sem slettu grænu skyri, skemdu eignir Impreglio og hlekkjuðu sig við vinnuvélar skoruðu nú ekkert sérlega hátt hjá mér (gera það að vísu ekki enn)og ég sá enga ástæðu til að vera að væla yfir sandi og möl sem færi undir vatn sérstaklega ef í því væri fólginn hagvöxtur og gróði fyrir landið. En einn góðan veðurdag þar sem ég var á ferðum mínum um bæinn sá ég mengunar strók liggja frá Álverinu í Straumsvík og yfir nýja Ásahverfið í Hafnarfirði, reykurinn var blágrár og mér varð hugsað að þetta væri nú varla heilsusamlegt. Stuttu síðar bárust fréttir um að eithvað hefði klikkað í síukerfi hjá Álverinu á Grundartanga og það var víst frekar skuggsýnt í Hvalfirðinum á meðan. Skýið var víst sauðmeinlaus kísill sem fólkið í firiðinum mátti anda að sér en samkvæmt heimildum þá mun kísill vera afar algengur í nátturunni og alls ekki helsuspilland,i eina raunverulega mengunin er víst sjónmengun (enda skýið grádrappað á lit og frekar þétt). Ég sá skýið að vísu bara úr fjarska þar sem ég var að borða hammara með manninum mínum fyrir framan Aktu Taktu (já ég veit hammarinn var óhollari en skýið uss..). En allt í einu varð mér hugsað ..hvaða framtíð er ég að bjóða börnunum mínum og barnabörnum upp á ef ég stend þegjandi hjá meðan hvert álverið á fætur öðru rís á landinu. Getum við verið 100% viss um að mengunin sé bara sjónmengun og er það barasta allt í lagi að við hættum að sjá til fjalla fyrir kísilryki. Allt í einu fann ég að mér stóð ekki alveg á sama um þetta allt svo ég fór að lesa mér til. Ég fjárfesti í bókinni Draumalandið og las hanan á einu góðu bretti.. Las mér til á netinu og las blöðin og fylgdist með umræðunum þar. Næst rakst ég á slides myndasýningu frá ljósmyndaranum Christopher Lund (chris.is) þar sam hann sýnir landsvæðið sem á að fara að drekkja ... Hey það var logið að mér þetta er ekki bara sandur og auðn þetta er miklu miklu meira en það. Ef það var logið að mér um þetta hverju öðru er þá verið að ljúga ? Mér finnst ekki gott að láta ljúga að mér og mér finnst dáldið sárt að kyngja því að hafa virkilega látið teyma mig á asnaeyrunum ég átti að vita betur .. kanski var þetta bara leti að ég nennti ekki að vita betur það er svo mikið þægilegra að fljóta bara með straumnum. Og hvað ætli fólk haldi eiginlega um mann ef maður dirfist nú að vera á móti hagvexti og framförum ? Málið er að ég er ekki á móti framförum og hagvexti síður en svo, mér er ekki sama um hvað þetta kostar. Hvað ef stíflan og stóriðjurnar skila ekki þeim hagnaði sem stjórnin lofar, ég treysti því svona mátulega miðað við fyrri reynslu af því að treysta þeim sem þessu lofa.
Þegar ég heyrði af mótmælagöngunni í dag gat ég allt í einu ekki hugsað mér að sitja kyrr og samþykkja þar með að að mér sé logið og yfirvöld landsins vaði um án þess að hugsa málin til enda. Ég ákvað líka að láta eins og vind um eyrun þjóta þegar ástkær faðir minn segir "hvað heldurðu að það þýði að mótmæla, það skilar akkúrat engu" þetta er líklegast alveg rétt hjá honum en það er þó ekki hægt að segja að maður hafi ekki reynt. Alvöru mótmæli í t.d. í Frakklandi skila nú ýmsu þó það sé ekki annað en að maður taki eftir þeim eins og bóndanum sem keyrði þvert yfir Frakkland á traktornum sínum með skít á kerru til að sturta á tröppurnar á þinghúsinu.
Ég lagði af stað niður í bæ í kvöld átti ég von á 100-200 hræðum í besta falli en það sem ég varð hissa þegar ég sá að það voru sko ekki færri mættir en þegar Gay Pride var eða þegar Magni kom heim. Er möguleiki að íslendingar geti allt í einu staðið upp og verið samstíga um eithvað sem skiptir máli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Heyr heyr!! og flott hjá þér að láta verkin tala. Mig langaði mikið til að fara en átti ekki heimangengt.
Sammála, sammála, sammála.
Vonandi verða mótmæli núna "framvirk" þó að þessi stífla hverfi ekki.
lol .... uffff ... sko... ummm.... ég virði þína skoðun á málefninu :) ... finnst bara fínt að þú hafir kynnt þér þjóðhagfræði og margföldunnaráhrif hagvaxtar ekki að tala um þær náttúruperlur sem Ísland hefur að geyma (væntanlega þó bara á myndum, einsog ég) ....... það eru afskaplega margir sem ég hef talað við, um þetta mál, sem eru bara með frasa um náttúruperlu, "það er alveg nóg af Álverum á Íslandi" .... í málrökum sínum og svo þegar maður gengur á fólk, fer að spyrja það útí það sem það er að segja, þá stendur það á gati.
Mín skoðun er .....dramm drammm..... bannað að slátra mér (og, já ég hef lesið Draumalandið, skýrslu Landsvirkjunnar um arðsemisútreikninga og einhverja skýrslu um framkvæmdaráfanga. Auk þess að blaðra í ljósmyndabók sem gefið var út um svæðið, ásamt því að hafa fylgst með þessu máli af verkfræðilegum áhuga í 5 ár).
Nema ...... einsog ég sé stöðuna þá neita ég að fallast á rök einsog "við vissum ekki betur á sínum tíma" - það er ekki forsvaranlegt að vera fullorðin mannekja sem hefur aðgang af alli þeirri tækni sem til er í dag til þess að afla sér upplýsinga og bera þannig rök fyrir sér. Fyrir það annað ..... lýðræði er það stjórnkerfi í heiminum sem færir sem fæstum "réttlæti" þegar kemur að því að taka ákvarðanir, en mesta frelsið til þess að vera bakspeygilshyggin :) ..... en það er það stjórnkerfi sem við höfum valið okkur og verðum við því bæði að standa á bak við "slæmar" sem og "góðar" ákvarðanir heildarinnar.
Það sem mér finnst persónulega um þessi mál er að annarrs vegar sé ég náttúru Ísland - hin fallegu fjöll, dali og hálendi ... sem auðvitað maður vill sjá ósnortið um aldir alda. Og hinsvegar sé ég blómstrandi þjóðfélag, þar sem tækni, hraði, hagvöxtur og allir hafa það ógeðslega gott (ekki mótmæla mér ég er búin að vera með 840 þúsund í árstekjur seinustu 5 árin og forgangsröðin hjá Íslendingum gefur ekki til kynna að til sé til önnur fátækt í landinu en andleg).
Það var seinast í morgun frétt á mbl.is um að viðskiptahallinn hafi aldrei verið meiri!!!! - Eina leiðin til þess að mæta þessum viðskiptahalla, og þar með leyft sér að blása á hagvöxt, er að flytja meir af afurðum úr landi .... þá er spurningin ert þú sem Íslendinur annað hvort til í að selja meira af einhverjum öðrum auðlyndum Íslands eða beina viðskiptum þínum þannig að þú aukir ekki frekar á viðskiptahallann? - Ef ekki ...... ef þú (eða ég) höfum ekki lausnina á þessu vandamáli, hverju er þá verið að mótmæla?
Tíminn til að rétta upp á þjóðhagsmálum Íslendinga er ekki endalaus, um 9 % verðbólga er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal ef jafnvægi fer ekki að nást - hver er þá framtíð barna þinna og Ílsands sem þjóðfélags????? Mundir þú t.d sætta þig við það að penningar til heilbrigðismála, skóla, gamlingja, unglinga. ..... eða annarra hópa sem samfélagið sinnir, yrðu minnkaðir til að mæta viðskiptahallanum? - Hvað með að veiða meiri fisk? - Hvað með að ...... valið er ekki sérlega mikið snúlla.
Frábært, ef þú ert ein af þessum einstaklingum sem ert tilbúin til þess að kreppa rasskinnarnar og bíta í það súra epli, sem ofneysla hefur fært okkur, en ég er ekki að sjá að "landinn" væri til í að skrúa niður neysluna.
Þetta var bara mín skoðun snúll :) ......
Enda áttu fullan rétt á því að hafa þína skoðun :) Það er nefnilega dásemdin við lýðræði ! Og mín skoðun þarf ekki endilega að vera sú rétta enda er skoðun bara skoðun sem meira að segja getur breyst;)
Já varðandi bölv. eyðslu sauðsvarta almúgans sem á ofurlaununum sínum er að setja ísland á hausinn með óhóflegri neyslu.. já hann ætti bara að skammast sín inn í torfkofana aftur í sjálfsþurftarbúskapinn! Þá þurfum við ekki álver eða yfir höfuð nokkra þjónustu og allir eru ánægðir.
:) .... kanski, ef sú leið væri valin - við erum búin að byggja uppp hjá okkur þannig neyslumynstur að það er annað hvort það eða auka hagvöxtin - nákvæmlega sama ef um laun væru að ræða ..... þegar vísareikningurinn kemur, þú nærð endum saman annað hvort með því að afla meiri tekna eða klemma rasskinnarnar.....
Skrifa ummæli