föstudagur, apríl 27, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
fimmtudagur, apríl 19, 2007
miðvikudagur, apríl 18, 2007
laugardagur, apríl 14, 2007
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Hinn fullkomni..
Vá hvað ég væri til í einn svona .....fylgihlutirnir og fídusarnir eru bara snilld :)
Boyfriend in a box
Vá hvað ég væri til í einn svona .....fylgihlutirnir og fídusarnir eru bara snilld :)
S.P.
Þegar manni leiðist og getur ekki skemmt sér við að taka til þá er um að gera að horfa á þennan South Park þátt á netinu. Hann er nærri eins góður og Vísindatrúar þátturinn he he he
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Með hendina í skúffu
Fann loksins nokkuð góða stellingu til að sofa í í gærkvöldi hún er nú samt dáldið skondin. Ég fékk Guðna til að skipta við mig og ligg því gluggamegin í herberginu dreg út kommóðuskúffuna set ofan í hana kodda og get þannig lagt hendina á skúffuna. Þar er hún örugg fyrir veltingi og látum í bólfélögunum mínum (Önnu og Guðna) og ég get passað að brendahliðin snúi upp. En þetta er samt pínku kjánalegt *roðn*
Verkjalyfin sem ég fékk hjá dokksa í gær taka stanslausa verkinn í sárunum og gerðu mér því kleyft að sofa betur í nótt en fyrri nætur. Annars er ég greinilega óttalegur hænuhaus og er sennilega ekki ökuhæf eftir eina parkódín forte :S
Guðni og Daði eru búnir að vera hrikalega duglegir og það hefur sitt lítið af hverju gengið á í bílskúrnum. Þegar þeir félagar fóru að skoða veggina kom í ljós raki inn í veggjunum og a.m.k. er einn glugginn alveg ónýtur og inn um hann rennur rigingarvatn óhindrað inn í veggin undir hann. Ég ætla að hlífa ykkur við frekari lýsinum á ástandi veggjanna en það er ekki gott og þarf að láta þá þorna. Skipta um alla einagrun og gluggann að sjálfsögðu. Þetta mun tefja framkvæmdirnar nokkuð en það verður bara að hafa það.
mánudagur, apríl 09, 2007
Fire,water,BURN
Jæja ég gafst loks upp fyrir verkjum og vanlíðan og ákvað að fara til læknis *doh* Hefði nú betur gert það strax á föstudaginn. Komst að því að ég er víst með 3ju gráðu burna á bringunni :S Ég fékk alvöru verkjalyf hjá doktornum og sýkingarvarnarkrem til að bera á hreleg heitin.
Ég spurði hann hvort hann myndi skrifa út vottorð fyrir vinnu hjá mér en hann leit á mig þungur á brún og sagði "vitum við nú nokkuð hvenær þú ferð í vinnu aftur talaðu við heimilislækninn þinn þegar þar að kemur" þannig að ég má víst bara hafa mig hæga þangað til mér er batnað :(
Jæja ég gafst loks upp fyrir verkjum og vanlíðan og ákvað að fara til læknis *doh* Hefði nú betur gert það strax á föstudaginn. Komst að því að ég er víst með 3ju gráðu burna á bringunni :S Ég fékk alvöru verkjalyf hjá doktornum og sýkingarvarnarkrem til að bera á hreleg heitin.
Ég spurði hann hvort hann myndi skrifa út vottorð fyrir vinnu hjá mér en hann leit á mig þungur á brún og sagði "vitum við nú nokkuð hvenær þú ferð í vinnu aftur talaðu við heimilislækninn þinn þegar þar að kemur" þannig að ég má víst bara hafa mig hæga þangað til mér er batnað :(
laugardagur, apríl 07, 2007
Sjaldan er ein báran stök
Þetta virðist ætla að verða hátíðin Páska horror 2007 hér á þessu heimili. Ég er enn í sallati út af brunanum og búin að afboða mig í vinnu á morgun. Ég komst að því í dag að ég get ekki keyrt bíl af neinu viti hvað þá gert neitt annað sem krefst beggja handa.
Til að kóróna helgar horrorinn þá hringdi pabbi um hádegið og hafði lent í því að velta bílnum og telst hann víst ónýtur en pabbi slapp víst lítið sem ekkert meiddur 7,9,13... Ég gat sjálf ekki farið austur til að sækja hann, Guðni er fastur á verslunarstjóra vakt og því var betri helmingurinn (Dísa og Daði) af heimavarnarliðinu ræstur út til að sækja hann. Ég veit nú barasta ekki hvernig ég hefði farið að núna upp á síðkastið ef þeirra hefði ekki notið við þau eru algerir bjargvættir !!
Stór hættulegt
Ég hef alltaf sagt að kaffi sé stórhættulegt en í dag sannaðist það endanlega !! Ég var í sakleysi mínu að hella upp á kaffi í pressukönnunni þegar það varð einskonar sprenging í könnunni stimpillinn skýst niður og sjóðandi heitt kaffið fer bókstaflega út um allt. Megnið af því sá sér samt fært að lenda á vinstri framhandleggnum á mér og bringunni. Mér lá svo á að komast úr blússunni sem ég var í að ég hreinlega reif hana utan af mér og þetta var ein af mínum uppáhalds blússum *grát*. Ég gerði svo mitt besta til að kæla herleg heitin. Eftir rúmlega klukkutíma af kælingu með aloa veragel (passaði samt að ég var ný búin að henda Aloa vera kaktusnum) og lavender ívafi kom í ljós að ég náði samt að græða lófastóran annars stigs bruna á bringuna vinstra megin og annað eins á allan neðri hlutan af vinstri framhandleggnum milli úlnliðs og olnboga. Þumalfingurinn hægra megin fékk líka skamt en það dugði bara í fyrsta stigs bruna fjúkket. Ég fékk svo vant fólk í að pakka mér í sáraumbúðir og eftir það eru verkirnir í sárunum vel þolanlegir sérstaklega ef maður tekur smá verkjalyf með:s Ég átti svo að fara að vinna á morgun en það er víst ekki raunhæft bæði vegna verkja og umbúða, vona samt að ég verði orðin góð fyrir páskadags morgun þegar ég á næst að mæta í vinnu.
Ég hef alltaf sagt að kaffi sé stórhættulegt en í dag sannaðist það endanlega !! Ég var í sakleysi mínu að hella upp á kaffi í pressukönnunni þegar það varð einskonar sprenging í könnunni stimpillinn skýst niður og sjóðandi heitt kaffið fer bókstaflega út um allt. Megnið af því sá sér samt fært að lenda á vinstri framhandleggnum á mér og bringunni. Mér lá svo á að komast úr blússunni sem ég var í að ég hreinlega reif hana utan af mér og þetta var ein af mínum uppáhalds blússum *grát*. Ég gerði svo mitt besta til að kæla herleg heitin. Eftir rúmlega klukkutíma af kælingu með aloa veragel (passaði samt að ég var ný búin að henda Aloa vera kaktusnum) og lavender ívafi kom í ljós að ég náði samt að græða lófastóran annars stigs bruna á bringuna vinstra megin og annað eins á allan neðri hlutan af vinstri framhandleggnum milli úlnliðs og olnboga. Þumalfingurinn hægra megin fékk líka skamt en það dugði bara í fyrsta stigs bruna fjúkket. Ég fékk svo vant fólk í að pakka mér í sáraumbúðir og eftir það eru verkirnir í sárunum vel þolanlegir sérstaklega ef maður tekur smá verkjalyf með:s Ég átti svo að fara að vinna á morgun en það er víst ekki raunhæft bæði vegna verkja og umbúða, vona samt að ég verði orðin góð fyrir páskadags morgun þegar ég á næst að mæta í vinnu.
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Ikea Draumurinn
Fyrir þá sem hafa gaman af þvi að velta fyri sér hvernig hlutir eru gerðir eða bara gaman af því að skoða flotta hluti þá er þessi auglýsingasíða frá IKEA frekar skemtileg. Mig langar mikið að vita hvernig svona þrívíddarmynd er gerð.
Draumaeldhúsið
P.S. Það tekur smá tíma fyrir þetta að hlaðast inn svo það hökti ekki svo það er fínt að opna síðuna skoða eithvað annað í smá stund og kíkja svo á þetta :)
Fyrir þá sem hafa gaman af þvi að velta fyri sér hvernig hlutir eru gerðir eða bara gaman af því að skoða flotta hluti þá er þessi auglýsingasíða frá IKEA frekar skemtileg. Mig langar mikið að vita hvernig svona þrívíddarmynd er gerð.
P.S. Það tekur smá tíma fyrir þetta að hlaðast inn svo það hökti ekki svo það er fínt að opna síðuna skoða eithvað annað í smá stund og kíkja svo á þetta :)
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Boltinn
Ég skellti mér á körfuboltaleik í fyrsta sinn um ævina í gær, kunningi minn var að keppa og leikurinn fór fram hér hinu megin við lækinn. Ég notaði tækifærið og æfði mig í því að taka íþróttamyndir innanhúss. Það er nefnilega lúmskt erfitt að taka myndir inni í íþróttahúsum því það er ótrúlega lítil birta þar. Það gerir það að verkum að maður þarf að finna réttu stillingarnar fyrir ljósnæmi,lokuhraða osvf markmiðið er að maður nái sæmilegri birtu á myndirnar en nái samt að frysta hreyfinguna á leikmönnunum sæmilega. Ég skemti mér alveg konunglega og gæti vel hugsað mér að stunda íþróttaviðburði til að mynda þá í framtíðinni.
Ég skellti mér á körfuboltaleik í fyrsta sinn um ævina í gær, kunningi minn var að keppa og leikurinn fór fram hér hinu megin við lækinn. Ég notaði tækifærið og æfði mig í því að taka íþróttamyndir innanhúss. Það er nefnilega lúmskt erfitt að taka myndir inni í íþróttahúsum því það er ótrúlega lítil birta þar. Það gerir það að verkum að maður þarf að finna réttu stillingarnar fyrir ljósnæmi,lokuhraða osvf markmiðið er að maður nái sæmilegri birtu á myndirnar en nái samt að frysta hreyfinguna á leikmönnunum sæmilega. Ég skemti mér alveg konunglega og gæti vel hugsað mér að stunda íþróttaviðburði til að mynda þá í framtíðinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)