þriðjudagur, apríl 10, 2007


Með hendina í skúffu

Fann loksins nokkuð góða stellingu til að sofa í í gærkvöldi hún er nú samt dáldið skondin. Ég fékk Guðna til að skipta við mig og ligg því gluggamegin í herberginu dreg út kommóðuskúffuna set ofan í hana kodda og get þannig lagt hendina á skúffuna. Þar er hún örugg fyrir veltingi og látum í bólfélögunum mínum (Önnu og Guðna) og ég get passað að brendahliðin snúi upp. En þetta er samt pínku kjánalegt *roðn*
Verkjalyfin sem ég fékk hjá dokksa í gær taka stanslausa verkinn í sárunum og gerðu mér því kleyft að sofa betur í nótt en fyrri nætur. Annars er ég greinilega óttalegur hænuhaus og er sennilega ekki ökuhæf eftir eina parkódín forte :S

Guðni og Daði eru búnir að vera hrikalega duglegir og það hefur sitt lítið af hverju gengið á í bílskúrnum. Þegar þeir félagar fóru að skoða veggina kom í ljós raki inn í veggjunum og a.m.k. er einn glugginn alveg ónýtur og inn um hann rennur rigingarvatn óhindrað inn í veggin undir hann. Ég ætla að hlífa ykkur við frekari lýsinum á ástandi veggjanna en það er ekki gott og þarf að láta þá þorna. Skipta um alla einagrun og gluggann að sjálfsögðu. Þetta mun tefja framkvæmdirnar nokkuð en það verður bara að hafa það.

Engin ummæli: