þriðjudagur, apríl 03, 2007

Boltinn

Ég skellti mér á körfuboltaleik í fyrsta sinn um ævina í gær, kunningi minn var að keppa og leikurinn fór fram hér hinu megin við lækinn. Ég notaði tækifærið og æfði mig í því að taka íþróttamyndir innanhúss. Það er nefnilega lúmskt erfitt að taka myndir inni í íþróttahúsum því það er ótrúlega lítil birta þar. Það gerir það að verkum að maður þarf að finna réttu stillingarnar fyrir ljósnæmi,lokuhraða osvf markmiðið er að maður nái sæmilegri birtu á myndirnar en nái samt að frysta hreyfinguna á leikmönnunum sæmilega. Ég skemti mér alveg konunglega og gæti vel hugsað mér að stunda íþróttaviðburði til að mynda þá í framtíðinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosa flott mynd hjá þér :)
Kveðja Anna 12-E

Nafnlaus sagði...

Vá takk takk :)