Stór hættulegt
Ég hef alltaf sagt að kaffi sé stórhættulegt en í dag sannaðist það endanlega !! Ég var í sakleysi mínu að hella upp á kaffi í pressukönnunni þegar það varð einskonar sprenging í könnunni stimpillinn skýst niður og sjóðandi heitt kaffið fer bókstaflega út um allt. Megnið af því sá sér samt fært að lenda á vinstri framhandleggnum á mér og bringunni. Mér lá svo á að komast úr blússunni sem ég var í að ég hreinlega reif hana utan af mér og þetta var ein af mínum uppáhalds blússum *grát*. Ég gerði svo mitt besta til að kæla herleg heitin. Eftir rúmlega klukkutíma af kælingu með aloa veragel (passaði samt að ég var ný búin að henda Aloa vera kaktusnum) og lavender ívafi kom í ljós að ég náði samt að græða lófastóran annars stigs bruna á bringuna vinstra megin og annað eins á allan neðri hlutan af vinstri framhandleggnum milli úlnliðs og olnboga. Þumalfingurinn hægra megin fékk líka skamt en það dugði bara í fyrsta stigs bruna fjúkket. Ég fékk svo vant fólk í að pakka mér í sáraumbúðir og eftir það eru verkirnir í sárunum vel þolanlegir sérstaklega ef maður tekur smá verkjalyf með:s Ég átti svo að fara að vinna á morgun en það er víst ekki raunhæft bæði vegna verkja og umbúða, vona samt að ég verði orðin góð fyrir páskadags morgun þegar ég á næst að mæta í vinnu.
laugardagur, apríl 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli