þriðjudagur, október 30, 2007


Það er komið að því !!

Það eru bara 54 dagar til jóla svo allar húsmæður með snefil af sjálfsvirðingu verða að fara að æfa jólalögin,skella í nokkrar sortir, föndra jólakortin og kaupa jólagjafir ...... er það ekki annars ??

sunnudagur, október 28, 2007

Fatta ekki...

Ég fór með krakkana í Toys R Us í dag og ég verð að játa að ég fatta nú ekki alveg af hverju allt fór á hliðina út af þessari verslun. Vissulega er þetta sæmilega stór dótabúð en úrvalið er nú ekkert brjálað og ekki þess virði að standa í langri röð fyrir. Ég gef mér það að vísu að verslunar óðir íslendingar hafi hreinsað út það markverðasta enda er ástandið þarna enþá eins og dót hafi aldrei verið selt áður á íslandi. Ástandið á bílastæðinu fyrir utan var bara brandari hvergi laust bílastæði og fólk í vinnu við að stjórna umferðinni um stæðið. Ég stór efast um að krakkarnir muni rella um að fá að fara þangað aftur.

Guðni yfirgaf klakann í morgun það varð tveggja tíma seinkunn á fluginu hjá honum útaf ísingu en mér skilst af SMSunum að hann hafi komist heill á leiðarenda.

Ásdís tognaði í baki á þriðjudaginn og hefur verið heima á verkjalyfjum og hefur lítið skánað. Ég var búin að reyna heimilisráðin sem saman standa af heitum bökstrum, pan away og vöðvaolíu en ekkert gekk þar til Eva ritari á 12-E hringdi og gaf mér upp nafn á verkjaspreyji sem hún hafði góða reynslu. Ég skellti mér í apótekið og keypti Biofreze og það virkar svona líka vel með verkjalyfjunum, þá næ ég henni verkjalausri með þessu :) Biofreze fær mín meðmæli !!

miðvikudagur, október 24, 2007

Ó já

Þegar ég fylgist með umræðunni um nýju útgáfuna á Biblíunni þá get ég ekki varist þvi að þessari vísu skýtur upp í hugann.

Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnana gist,
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist.
Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst
þó maður að síðustu lendi í annari vist.

Höf. J.H.


Mæli með að fólk kíki á þessa síðu postsecrets þar er margt umhugsunar vert að finna. Hvert er þitt leyndarmál ??

miðvikudagur, október 17, 2007

Heres your sign !!
Rakst á þessa á Fiskaspjallinu og ákvað að deila þeim með ykkur.










Afhverju í óköpunum

missirmaður af svona uppákomum ........kanski af því maður býr á Íslandi :s




Og ég var ekki nema 16 þegar þetta var ....en any ways þá hefði ég vel verið til í að rekast á Bruce Springsteen á götu hvort sem er 1988 eða núna.

þriðjudagur, október 16, 2007


Takið eftir því tennurnar ....

Haldiði ekki að Anna sé með 3 lausar tennur ..Ef heldur sem horfir verður barnið tannlaust um jólaleytið. Vonandi bætist jafn hratt í þessi þrjú skörð eins og í fyrsta svo að tannleysið verði ekki til vandræða.

mánudagur, október 15, 2007

Ó já

Aldurinn færist yfir ég þoli geðshræringar greinilega verr en nokkru sinni fyrr og ligg heima með hita, höfuðverk, hálsbólgu og magapest. Ég er reyndar farin að velta fyrir mér hvort ég hafi lent í Aliens verunum á ferðum mínum um helgina allavega passa einkennin ágætlega og ég yriði lítt hissa ef miður krúttleg vera myndi brjótast út úr brjóstkasanum á mér á næstunni.

Eftir veisluhöldin á laugardaginn ákvað ég að fá mér göngutúr um hverfið með Leó sem hefði nú ekki verið í frásögur færandi ef á hring 2 um hverfið hefðum við ekki mætt einmanna RISA stórum ( já og þá meina ég RISA stórum held hann hafi verið næstum því jafn stór og bjarndýr í skógum ameríku eða kanski þriðji hundurinn í Eldfærunum) Rottweiler hundi sem var í kvöldgöngu líka. Fyrst ákvað ég að reyna að láta bara sem ég sæi hann ekki en nei hann ákvað að hann sæi okkur vel og það væri full ástæða til að fara að lóna á eftir okkur. Ég sá mér til smá huggunar að hann var með niðurklipptann skerm um hausinn svo ég var búin að reikna út að ég myndi hugsanlega ráða við hann ef hann ákvæði að verða illskeyttur. Þegar hund ræfillinn var búinn að lóna á eftir okkur í smá stund og færðist alltaf nær og nær sá ég fram á að ég höndlaði þetta ekki mikið lengur og ákvað að snúast til varnar. Ég snýst á hæl og urra á kvikindið "FARÐU HEIM" með allri þeirri djúprödduðustu geðvonsku og urri sem ég átti til (og það var sko enginn smá slatti á þessri stundu ) haldiði ekki mér hafi ekki tekist að hræða dýrið svo rækilega hann snérist á hæl og forðaði sér með skottið á milli lappanna. Yey me !!

Ekki er ég komin neitt lengra í lestri Leyndarmálsins (manuallinn með myndavélinni hefur verið mitt helsta lesefni ) að svo stöddu en ég mun klára þó svo að sumt sem í bókinni er sé mér pínku tormelt ....kanski læri ég þar að láta sandkornið í skónum ekki eyðileggja göngutrúrinn.

Að lokum langar mig að þakka vinum og vandamönnum fyrir frábærar afmælisgjafir og að samgleðjast mér á afmælisdaginn bíð spennt eftir næsta tug svo ég geti boðið ykkur aftur í ammæli :)





fimmtudagur, október 11, 2007

Hver er sinnar gæfu smiður ....

Ég fjárfesti loks í gær í bókinni The Secret eða Leyndarmálið í gær og settist niður við lestur í gærkvöldi. Það kom mér skemtilega á óvart að í ég vissi leyndarmálið en í bókinni fékk ég bara nýja sýn á það sem ég vissi fyrir og aðra tækni við að nýta mér þá vitneskju. Nú verður gaman að sjá hvort ég verð rík, mjó og hamingjusöm eftir að hafa tileinkað mér þetta *fliss*

Leyndarmálið snýst að mestu um lögmál aðdráttaraflsins þú laðar að þér það sem þú hugsar um og einbeitir þér að. Eitt af því sem leyndarmálið gengur út á er að vandamál margra (t.d. háir það mér) er að fólk veit hvað það vill ekki en hefur ekki skýra mynd af því sem það vill. Það vill ekki vera feitt, óhamingjusamt, skuldum vafið en með því að hugsa alltaf um hvað þú villt ekki þá laðarðu það akkúrat að þér. Þessu ber saman við sálfræðina í því að hugsa "ég ætla að hætta að borða nammi" þá skilur heilinn í þér bara skilaboðin "borða nammi" og þú klikkar á því að hætta að borða nammi í staðin á maður víst að hugsa "ég borða hollan mat" eða eithvað sambærilegt á jákvæðu nótunum sem heilinn getur ekki miskilið. Samkvæmt kenningu leyndarmálsins virkar alheimsorkan eins ef þú hugsar bara ég vil ekki vera óhamingjusamur þá sendir þú frá þér "vera óhamingjusamur" og laðar það þar með að þér.
Einn minn helsti höfuð verkur er einmitt að ég hef mjög skýra mynd af því sem ég vil alls ekki en hef ekki grænan grun um hvað ég vil. Ég veit til dæmis ekki hvað ég vil verða þegar ég verð stór... og nú skilst mér að síðasti söludagur á bernsku minni fari að nálgast og því þarf ég sennilega að fara að átta mig á þessu. En hvað í ósköpunum vil ég eiginlega ??? Hjálp !! Kanski lagast þetta þegar ég hef lokið lestrinum á bókinni *krossa fingur*

Ásdís er búin að vera að vinna í total make over dæmi síðustu vikur og svoldið gaman að fylgjast með því að hún er að uppgötva sjálfa sig og er að þróa tísku vitund sína með vinkonum sínum. Enda punkturinn var svo að ég fór með hana í klippingu og strípur og hjálpi mér allir heilagir ég fór inn með barn en kom út með ungling. Ég hefði seint trúað hvað það getur munað miklu að láta klippa styttur og topp í sítt hár.

Svona í lokin er ég að hugsa um að henda inn uppskrift að snilldar góðum mat sem ég prófaði að elda í gærkvöldi við almenna ánægju heimilisfólksins hér.

Mexikanskt Lasagna

4-5 Kjúklingabringur (ég skar þær niður en það má líka nota þær heilar)
1 Rauð paprika (ég notaði 3 liti gula, appelsínu gula og rauða kom vel út)
1 Stór Laukur
1 krukka Salsa sósa (styrkleiki eftir hvað fólk þolir ég notaði milda)
1 pakki Fahitas krydd (Casa Fiesta)
250 ml Rjómi ( ég notaði matreiðslu rjóma sem virkaði fínt kaffirjómi ætti líka að virka)
Mozarella ostur (held maður komist upp með hvaða ost sem er ef hann er feitari en 17%)
Pakki af Tortijja kökum

Brúna kjúklinginn á pönnu, brúna lauk og papriku líka hella kryddinu,salsa sósunni og rjómanum yfir.
Smyrja eldfast mót, setja einfalt lag af tortilla kökum í botninn(ég skar þær í fernt má sennilega skera þær meira) næst er lag af osti svo setjur maður kjúllan & co. yfir, ost ofan á það næst lag af tortilla kökum og ost yfir það. Skella herleg heitunum í ofn á 180°C í 20 min. Fínt að hafa með þessu hrísgrjón, sallat, mexíkanska ostasósu (úr dós), guacamole sósu og sýrðan rjóma.

Verði ykkur að góðu :)

fimmtudagur, október 04, 2007

Maroon 5

Eru að gefa út nýjan disk og ég verð að segja að það eru nokkuð miklar líkur á að ég kaupi þann disk rétt eins og ég keypti fyrsta diskinn þeirra :) Þó að það sé nú kanski ekki hægt að segja að allir textarnir hjá þeim séu beint hugljúfir að þessu sinni. Myndbandið við Wake up call er flott en er dáldið "svæsnara" en maður á að venjast :s






miðvikudagur, október 03, 2007


Stundum..
...má maður vera þakklátur fyrir að komast á milli staða heill á húfi, í gær bjargaði kaffibolli lífi mínu !! Ég var í sakleysi mínu á leið í vinnu kl. 6:40 í gær morgun og hafði hitað mér kaffi og skellt í ferðabollan minn. Þar sem ég sat og beið á rauðu ljósi hér í götunni ákvað ég að fá mér sopa og svo skipti á grænt og af því að ég lenti í smá brasi með að skila bollanum í bollahaldarann lagði ég ekki alveg strax af stað þegar kom grænt og ég þakka mínum sæla fyrir það því þegar ég legg af stað koma 2 bílar yfir á rauðu og hefðu tekið hliðina úr mér ef ég hefði verið komin af stað á eðlilegum tíma. Þetta voru heldur ekki neinar smá tíkur sem komu þarna samsíða á miklum hraða yfir nei annarsvegar Wolksvagen Transporter og hinsvegar Toyota Hilux ég hugsa að það ég hefði ekki þurft plástra eða umbúðir eftir að hitta þá :s Og það var ekki eins og þeir væru að fara yfir á gulu Nei það var búið að vera rautt í smá stund. Ég þakkaði kaffibollanum lífgjöfina en held að bílstjórarnir tveir hljóti að hafa verið með óstöðvandi hiksta það sem eftir var dags og eru það sennilega ennþá, urr hvað það fauk í mig.

mánudagur, október 01, 2007

Yey

Loksins loksins eru Greys Anatomy og Heros byrjuð aftur svo loksins hefur maður eitthvert afþreyingarefni sem vit er í sjónvarpsveturinn ætlar greinilega að byrja með stæl. Annars er greinilegt að smekkur minn á sjónvarps efni er frekar lágkúrulegur en á Skjánum hef ég aðgang að E og þar er alskyns stjörnu slúður og topp 10 listar og guð má vita hvað en á kvöldin eru snilldar þættir sem heita The Girls of the Playboy mansion og ég sit spennt fyrir framan þann snilldar þátt en hann fjallar um daglegt líf kærastanna (úff greinilegt að þetta orð var ekki ætlaði í fleirtölu) hans Hugh Heffner og þvert ofan í það sem ég hélt fyrst þá eru þetta barasta ágætis þættir sem ég hef skemt mér konunglega yfir.
Af innlendu efni þá höfum við hjónin hlegið upphátt að Stelpunum og
Næturvaktinni og af þeim eina þætti af Stöðinni sem ég hef séð þá hló ég nú upphátt að einu atriði.