miðvikudagur, október 03, 2007


Stundum..
...má maður vera þakklátur fyrir að komast á milli staða heill á húfi, í gær bjargaði kaffibolli lífi mínu !! Ég var í sakleysi mínu á leið í vinnu kl. 6:40 í gær morgun og hafði hitað mér kaffi og skellt í ferðabollan minn. Þar sem ég sat og beið á rauðu ljósi hér í götunni ákvað ég að fá mér sopa og svo skipti á grænt og af því að ég lenti í smá brasi með að skila bollanum í bollahaldarann lagði ég ekki alveg strax af stað þegar kom grænt og ég þakka mínum sæla fyrir það því þegar ég legg af stað koma 2 bílar yfir á rauðu og hefðu tekið hliðina úr mér ef ég hefði verið komin af stað á eðlilegum tíma. Þetta voru heldur ekki neinar smá tíkur sem komu þarna samsíða á miklum hraða yfir nei annarsvegar Wolksvagen Transporter og hinsvegar Toyota Hilux ég hugsa að það ég hefði ekki þurft plástra eða umbúðir eftir að hitta þá :s Og það var ekki eins og þeir væru að fara yfir á gulu Nei það var búið að vera rautt í smá stund. Ég þakkaði kaffibollanum lífgjöfina en held að bílstjórarnir tveir hljóti að hafa verið með óstöðvandi hiksta það sem eftir var dags og eru það sennilega ennþá, urr hvað það fauk í mig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta með hafnfirðinga? Ég hef 3svar lent í svipuðu hinum megin við bæinn, á Reykjanesbrautinni við Marel. Einu sinni var ég lögð af stað yfir á leiðinni til R.víkur þegar Trailer brunaði yfir sem betur fer á vinstri akgreininni, því annars væri ég orðin að klístri....

Guðný sagði...

Úff *hrollur* Jamms það ætti kanski að taka það til skoðunar að aðeins útvaldir Hafnfirðingar fái stóra bíla og yfir höfðu réttinn til að fara út úr bænum !!