Hver er sinnar gæfu smiður ....
Ég fjárfesti loks í gær í bókinni The Secret eða Leyndarmálið í gær og settist niður við lestur í gærkvöldi. Það kom mér skemtilega á óvart að í ég vissi leyndarmálið en í bókinni fékk ég bara nýja sýn á það sem ég vissi fyrir og aðra tækni við að nýta mér þá vitneskju. Nú verður gaman að sjá hvort ég verð rík, mjó og hamingjusöm eftir að hafa tileinkað mér þetta *fliss*
Leyndarmálið snýst að mestu um lögmál aðdráttaraflsins þú laðar að þér það sem þú hugsar um og einbeitir þér að. Eitt af því sem leyndarmálið gengur út á er að vandamál margra (t.d. háir það mér) er að fólk veit hvað það vill ekki en hefur ekki skýra mynd af því sem það vill. Það vill ekki vera feitt, óhamingjusamt, skuldum vafið en með því að hugsa alltaf um hvað þú villt ekki þá laðarðu það akkúrat að þér. Þessu ber saman við sálfræðina í því að hugsa "ég ætla að hætta að borða nammi" þá skilur heilinn í þér bara skilaboðin "borða nammi" og þú klikkar á því að hætta að borða nammi í staðin á maður víst að hugsa "ég borða hollan mat" eða eithvað sambærilegt á jákvæðu nótunum sem heilinn getur ekki miskilið. Samkvæmt kenningu leyndarmálsins virkar alheimsorkan eins ef þú hugsar bara ég vil ekki vera óhamingjusamur þá sendir þú frá þér "vera óhamingjusamur" og laðar það þar með að þér.
Einn minn helsti höfuð verkur er einmitt að ég hef mjög skýra mynd af því sem ég vil alls ekki en hef ekki grænan grun um hvað ég vil. Ég veit til dæmis ekki hvað ég vil verða þegar ég verð stór... og nú skilst mér að síðasti söludagur á bernsku minni fari að nálgast og því þarf ég sennilega að fara að átta mig á þessu. En hvað í ósköpunum vil ég eiginlega ??? Hjálp !! Kanski lagast þetta þegar ég hef lokið lestrinum á bókinni *krossa fingur*
Ásdís er búin að vera að vinna í total make over dæmi síðustu vikur og svoldið gaman að fylgjast með því að hún er að uppgötva sjálfa sig og er að þróa tísku vitund sína með vinkonum sínum. Enda punkturinn var svo að ég fór með hana í klippingu og strípur og hjálpi mér allir heilagir ég fór inn með barn en kom út með ungling. Ég hefði seint trúað hvað það getur munað miklu að láta klippa styttur og topp í sítt hár.
Svona í lokin er ég að hugsa um að henda inn uppskrift að snilldar góðum mat sem ég prófaði að elda í gærkvöldi við almenna ánægju heimilisfólksins hér.
Mexikanskt Lasagna
4-5 Kjúklingabringur (ég skar þær niður en það má líka nota þær heilar)
1 Rauð paprika (ég notaði 3 liti gula, appelsínu gula og rauða kom vel út)
1 Stór Laukur
1 krukka Salsa sósa (styrkleiki eftir hvað fólk þolir ég notaði milda)
1 pakki Fahitas krydd (Casa Fiesta)
250 ml Rjómi ( ég notaði matreiðslu rjóma sem virkaði fínt kaffirjómi ætti líka að virka)
Mozarella ostur (held maður komist upp með hvaða ost sem er ef hann er feitari en 17%)
Pakki af Tortijja kökum
Brúna kjúklinginn á pönnu, brúna lauk og papriku líka hella kryddinu,salsa sósunni og rjómanum yfir.
Smyrja eldfast mót, setja einfalt lag af tortilla kökum í botninn(ég skar þær í fernt má sennilega skera þær meira) næst er lag af osti svo setjur maður kjúllan & co. yfir, ost ofan á það næst lag af tortilla kökum og ost yfir það. Skella herleg heitunum í ofn á 180°C í 20 min. Fínt að hafa með þessu hrísgrjón, sallat, mexíkanska ostasósu (úr dós), guacamole sósu og sýrðan rjóma.
Verði ykkur að góðu :)
fimmtudagur, október 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með (nýja) unglinginn!
... Hér átti að koma viðvörun um að það sé ekki nóg með að síðasti söludagur bernsku þinnar nálgist, heldur sé líka bestfyrirstimpill á enninu á konum (endingartíminn á þeim miðast við 40 ár) og að ólíklegustu apparöt fari af stað með meldingar og athugasemdir um hrörnandi heilsu fljótlega eftir að hann rennur út - en ég sá að ég var allt of bitur ;)
He he ... ég var reyndar á þessum best fyrir dagsetningar nótum sjálf (kanski við séum skyldar) En ákvað að setja þetta fram á jákvæðari hátt
er búin að prófa þess í svolítin tíma - geggjað góð .... það er líka hægt að leggja hakk og lárperusósu í lögum á milli kaknana (stert hakk) - og ost ofaná - (mér finnst kornflögur ofaná með osti geggjað) ....
Namm hljómar girnó :)
Skrifa ummæli