mánudagur, október 01, 2007

Yey

Loksins loksins eru Greys Anatomy og Heros byrjuð aftur svo loksins hefur maður eitthvert afþreyingarefni sem vit er í sjónvarpsveturinn ætlar greinilega að byrja með stæl. Annars er greinilegt að smekkur minn á sjónvarps efni er frekar lágkúrulegur en á Skjánum hef ég aðgang að E og þar er alskyns stjörnu slúður og topp 10 listar og guð má vita hvað en á kvöldin eru snilldar þættir sem heita The Girls of the Playboy mansion og ég sit spennt fyrir framan þann snilldar þátt en hann fjallar um daglegt líf kærastanna (úff greinilegt að þetta orð var ekki ætlaði í fleirtölu) hans Hugh Heffner og þvert ofan í það sem ég hélt fyrst þá eru þetta barasta ágætis þættir sem ég hef skemt mér konunglega yfir.
Af innlendu efni þá höfum við hjónin hlegið upphátt að Stelpunum og
Næturvaktinni og af þeim eina þætti af Stöðinni sem ég hef séð þá hló ég nú upphátt að einu atriði.

Engin ummæli: