mánudagur, október 15, 2007

Ó já

Aldurinn færist yfir ég þoli geðshræringar greinilega verr en nokkru sinni fyrr og ligg heima með hita, höfuðverk, hálsbólgu og magapest. Ég er reyndar farin að velta fyrir mér hvort ég hafi lent í Aliens verunum á ferðum mínum um helgina allavega passa einkennin ágætlega og ég yriði lítt hissa ef miður krúttleg vera myndi brjótast út úr brjóstkasanum á mér á næstunni.

Eftir veisluhöldin á laugardaginn ákvað ég að fá mér göngutúr um hverfið með Leó sem hefði nú ekki verið í frásögur færandi ef á hring 2 um hverfið hefðum við ekki mætt einmanna RISA stórum ( já og þá meina ég RISA stórum held hann hafi verið næstum því jafn stór og bjarndýr í skógum ameríku eða kanski þriðji hundurinn í Eldfærunum) Rottweiler hundi sem var í kvöldgöngu líka. Fyrst ákvað ég að reyna að láta bara sem ég sæi hann ekki en nei hann ákvað að hann sæi okkur vel og það væri full ástæða til að fara að lóna á eftir okkur. Ég sá mér til smá huggunar að hann var með niðurklipptann skerm um hausinn svo ég var búin að reikna út að ég myndi hugsanlega ráða við hann ef hann ákvæði að verða illskeyttur. Þegar hund ræfillinn var búinn að lóna á eftir okkur í smá stund og færðist alltaf nær og nær sá ég fram á að ég höndlaði þetta ekki mikið lengur og ákvað að snúast til varnar. Ég snýst á hæl og urra á kvikindið "FARÐU HEIM" með allri þeirri djúprödduðustu geðvonsku og urri sem ég átti til (og það var sko enginn smá slatti á þessri stundu ) haldiði ekki mér hafi ekki tekist að hræða dýrið svo rækilega hann snérist á hæl og forðaði sér með skottið á milli lappanna. Yey me !!

Ekki er ég komin neitt lengra í lestri Leyndarmálsins (manuallinn með myndavélinni hefur verið mitt helsta lesefni ) að svo stöddu en ég mun klára þó svo að sumt sem í bókinni er sé mér pínku tormelt ....kanski læri ég þar að láta sandkornið í skónum ekki eyðileggja göngutrúrinn.

Að lokum langar mig að þakka vinum og vandamönnum fyrir frábærar afmælisgjafir og að samgleðjast mér á afmælisdaginn bíð spennt eftir næsta tug svo ég geti boðið ykkur aftur í ammæli :)





2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Njóttu vel vinkona

kveðja
konan í bílskúrinni :-)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig....