fimmtudagur, mars 27, 2008


Well o well
Ég þjáist illilega af bloggleti þessa dagana verst að það er ekki eina letin sem hrjáir mig núna þetta smitast yfir í ýmislegt annað. Það hefur svo sem ýmislegt gerst á þessum tíma síðan ég bloggaði síðast.

Anna skreið upp úr pestinni á annan í páskum við hin erum svona mis slöpp Árni var heima í gær með hitalufsu og magaveiki en fór í skólann í dag. Ég var í vinnu í gærkvöldi og um mitt kvöld var mér farið að líða ansi asnalega þ.e.s. með höfuð og beinverki svo ég greip hitamælinn sem sýndi 38 ég fékk því tvær paratabs og hélt áfram að vinna, auddað. Ég vaknaði svo í morgun í svipuðu ástandi en mátti ekkert vera að þessu því ég þurfti að fara til tannlæknis. Ég græddi svo auka bið á biðstofunni einhver misskilningur hafði orðið þegar tímanum var breytt fyrir 2 dögum síðan.

Liðið mitt í BF2C vann tour 10 óvænt á tveimur vikum (af 12 sem átti að spila) á mánudaginn. Við höfum unnið nánast stanslaust þá 4 daga sem spilað var af 108 roundum sem spiluð vour unnum við 80 þetta dugði til þess að andstæðingarnir (núverandi meistarar) lögðust í gólfið grenjandi og hótuðu að hætta og fara ef leiknum yrði ekki breytt. Mótshaldararnir héldu krísu fund og okkur var dæmdur sigur í tour 10 og farið verður beint yfir í Tour 11 í næstu viku með nýjum og breyttum leik að hætti andstæðinganna. Mér kemur þetta nú ansi spánskt fyrir sjónir en jæja ein medalía í safnið og við verðum bara að gera betur næst þannig að við klárum þetta á viku næst *hmm*

Ég fann svo loksins tíma til að horfa á Mannaveiðar í gærkvöldi eftir vinnu en spúsi minn hafði verið svo sætur að taka þáttinn upp fyrir mig. Fyrsti þátturinn heillaði mig nú svo sem ekki upp úr skónum en er nú samt alls ekki alslæmur. Minnir mig um margt á Kalda Slóð en það er kanski ekki skrítið þar sem sami leikstjóri er á ferð sem ég var nú bara að átta mig á rétt í þessum skrifuðum orðum. Það útskýrði fyrir mér afhverju ég fékk algert flassback ákveðinn stíl á innkomu karakters Elvu Óskar ha ha þarna er hún á mótorhjóli en í Kaldri Slóð á vélsleða og svo sama innsoomið og alles iss það hlut bara að vera.
Ég fékk nokkrum sinnum kjánahroll t.d. hvað er málið með rannsóknarlögreglukonuna í hvítagallanum á glæpavetvangi með sígarettuna hangandi út úr munninum svo pirrar það mig óendanlega hvernig konugreyið talar, ég geri mér grein fyrir að hún er útlend í alvöru en samt úff. Þetta pirrar mig kanski meira vegna þess að mér finnast samtöl í flestum íslenskum verkum stirð, kjánaleg og það skín allaf í gegn að þetta er leikið og þarna gerist eithvað auka í þeim efnum virkar eins og útlend kona að leika konu með erlendan hreim æ get ekki útskýrt betur hvernig þetta pirrar mig.

Mér finnst byrjunin heldur ekki alveg ganga upp ríkisbubbi á veiðum ekki með fjarskipta tæki s.s. gemsa með sér og hringir ekki eftir hjálp þegar brjálaður byssumaður skýtur á hann ... varla var hann svo langt frá mannabyggðum að það væri ekki gsm samband. Ofan í allt velur hann að ráðast á árásar manninn og reyna að hlaupa að honum, þetta var einhvern veginn ekki alveg nógu vel útfært til að selja mér þetta. Hefði verið betra að sleppa þessu og láta kallinn bara finnast og vera ekki að sýna hvernig hann var drepinn.

Atriðin þar sem Gísli Örn og Ólafur Darri eru á ferð í bíl og maður horfir á part af húddinu á bíllnum og inn um framrúðuna á þá bögguðu mig af einhverri ástæðu, hvað þá þegar rúðuþurkurnar voru í gangi en engin almennilega sjáanleg merki um rigningu.


En ég er vel til í að gefa þessum þáttum séns og reyna að einbeita mér meira að skemtana gildinu en trúverðugleika. Ólafur Darri nær nú alveg að halda mér við efnið enda prýðis leikari blessaður og karakterinn hanns skemtilegur. Þar strax hefur þessi þáttur eithvað sem Köld Slóð hafði ekki einn skemtilegan karakter !!

Ég verð samt að játa að ef ég miða fyrsta þáttin af Mannaveiðum við fyrsta þáttinn af Pressu þá var ég nú að fíla Pressu betur strax í upphafi. Pressa var svo sem ekkert epískt stórvirki en hafi skemtana gildi og hélt athygli minni frá upphafi þrátt fyrir ýmsa galla.

4 ummæli:

jeg sagði...

Jæja gott að stíflan er farin hihihi..... ég var farin að halda að ég hefði alveg fælt bloggpennan úr þér hahah....
Já ekki gott með þessar pestir litla skvísan hér er búin að vera kvefuð ansk...lengi og tanntaka ofaná ekki gaman.
Mannaveiðar já jú sammála nánast öllu jammm.... ég hef reyndar eitt annað sem fáir aðrir hafa og það er að ég þekki leikmyndina einum of vel *roðn* En já margt ófagmannlegt og stirð samtöl júfff.. já Darri er nú bara flottur hummmm.... hrikalega flott röddin *meira roðn*
Kvitt og knús og láttu þér batna.

Nafnlaus sagði...

Bíddu ekki er þetta tekið á landareigninni hjá þér Jóna ??

Ég er sammála þér með röddina... :)

Nafnlaus sagði...

gamli góði Fellsendi er þarna.....

vonandi batnar letinn (þó ekki um of samt).....

Nafnlaus sagði...

Nau nau það eru semsagt æskuslóðirnar sem eru í aðalhlutverki :) Cool !!

Úff engin hætta að að letin batni .....