fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Allt í lagi afpantið björgunarsveitir og hunda ég er ekki löggst í hrikalegt sjónvarpsáhorf eða eithvað þaðan af verra. Heldur upgötvaði ástkært samstarfsfólk mitt að það er hægt að nýta mig á næturvaktir wohoo. Ég var semsagt í upphafi skráð á næturvaktir um næstu helgi og gott og vel ég var svo heppin að fá aukalega aðlögunar næturvakt aðfaranótt síðasta mánudags. Allt gekk rosa vel og rólegt og notaleg ég las helminginn af Napoleonsskjölunum eftir Arnald Indriða (frekar ósannfærandi en skemtileg samt). Jæja ég fór heim og náði 3ja tíma svefni með hléum gat svo ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun næsta dag og svaf til kl. 13 á þriðjudagsmorgun. Tók því frekar rólega það sem eftir var dags og viti menn kl 20 hringja ástærir samstarfsmenn mínir og fá mig til að samþykkja næturvakt sem ég átti að mæta á tveimur og hálfum tíma síðar. Ég náði að leggja mig í 20 mínútur og mætti svo í vinnuna. Nóttin var frekar erfið brjálað að gera, ég hef verið á dagvöktum sem hafa verið rólegri. Undir morgun fór svo þreytan að segja til sín ég held að ég hafi verið við það að fá vott af tipp ex eitrun ég var nefnilega að fylla inn tölur í skjúkraskýrslur sjúklingana og fór iðulegast línuvillt og ýmislegt fleira. Blöðin öll út í misstórum hvítum klessum og hraukum, traustvekjandi ekki satt. En kl. 5 á morgnana eftir lítinn svefn er heilastarfsemin ekki beysin sérstaklega ekki til skrifta og annars slíks. Skil bara ekki hvernig læknanemarnir fara að á 24 - 48 tíma vöktum ég væri í orðsins fyllstu sennilega búin að drepa einhvern eftir fyrstu 24 tímana, úr geðvonsku eða klaufaskap. Svo þegar ég er á leiðinni heim hringir gemsinn minn þá er það 12-E aftur að bjóða mér aðra næturvakt næstu nótt nei ég afþakkaði hana pent enda á ég að mæta á næstu næturvakt á aðfarnótt laugardagsins og svo aftur aðfaranótt sunnudagsins.
ZZZZZZZZZZ ég er enn alveg ótrúlega sybbin enda er kl að verða 3 takk fyrir og ég er að hugsa um að ****** mér í rúmið. Hef á tilfinningunni að ég sé að ná að snúa sólarhringnum alveg við.

Engin ummæli: