miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Ég var næstum búin að snúa sólarhringnum á réttan kjöl í gær en dóttir mín sú yngri sá snarlega við því byrjaði á því fá hita í gærkvöldi. Sofnaði um hálf tíu vaknaði svo aftur um tvöleytið og sofnaði ekkiaftur fyrr en klukkan hálf níu í morgun. Ég lagði mig með henni ætlaði að vakna aftur til að taka til áður en vinahópurinn (Árni og tveir bekkjarbræður hans) hann Árna kæmi og setti vekjaraklukkuna á hálf ellefu. Pabbi ýtti við mér um kl. ellefu en þá var vekjaraklukkan búin að hringja í hálftíma án nokkurra viðbragða frá mér. Ég endaði á því að stilla hana á tólf en drattaðist ekki á fætur fyrr en um eittleytið. Svo blaðraði ég dáldið í símann og þá var klukkan bara alveg að verða tvö, þá vaknaði Anna af værum blundi hitalaus en það er svona veikindalykt af henni. Ég náði að ryksuga áður en strákarnir komu en þeir voru bara tveir og óvíst að þriðji strákurinn komist en hann er víst hálf slappur blessaður.
Það er bráðavakt í kvöld vonandi næ ég nægri meðvitund til að blogga en bráðavaktarbloggið endað á gjörgæslu eftir síðustu tvö skipti en vonandi lifir það af.

Engin ummæli: