Annars er lítið að frétta héðan bara brjálað stuð framundan það er jólaglögg hjá starfsmannafélagi Ikea á laugardagskvöldið og sama kvöld er jólaparý hjá starfsfólki 12-E. Guðni var fyrir löngu búinn að ákveða að hann ætlaði í jólaglöggið en ég vissi ekki af partýinu fyrr en á þriðjudaginn þegar sú sem heldur partýið hringdi í mig til að láta mig vita af því. Ég var svo ánægð með að hún skyldi hugsa til mín með það að ég sæi ekki auglýsinguna fyrr en of seint þannig að ég get ekki annað en mætt úr því hún hafði fyri því að láta mig vita. Enda get ég sko vel hugsað mér að skemta mér með þeim þarna upp til hópa skemmtilegustu manneskjur en ég kvíði náttúrleg svolið að vera svona ein í nýjum hóp eins og alltaf þegar ég fer í fyrsta sinn á staði þar sem ég þekki fólkið ekkert of mikið. Annars er ég að vinna á Laugardagsmorgunn og svo Sunnudagskvöldið svo ég verð nú kanski ekkert ofsalega lengi á útstáelsi.
Gleðifréttir dagsins eru þær að Leó hefur ekkert pissað inni í dag og það varð bara eitt slys inni í gær svo með batnandi hundi er best að lifa. Stór slys innan dyra hafa ekki orðið í amk. viku núna. Hann er nú svoldið fyndinn greyið ef hann verður fyrir þeim ósköpum að pissa inni núna síðustu dagana hann nefnilega veit upp á sig skömmina. Ef hann situr undir borði ósköp lúpulegur og horfir á mig með sektarglampa í augunum þá er bara að fara að leita að pollinum. Ég setti inn myndir af honum í myndaalbúmið hér til hliðar þær eru undir möppunni gæludýr. Svo er líka ný mynd af Önnu undir Fjölskylda og vinir fleiri myndir á leiðinni því við hjónin keyptum okkur jólagjöfina okkar í ár snemma. Við keyptum okkur góða stafrænamyndavél. En það er gripur sem okkur er lengi búið að langa til að eignast. Þetta er semsagt Kodak eithvað eithvað 5 megapixla vél með hinum og þessum tækniundrum. Guðný Karen vinkona á svona vél og vildi meina að hún væri góð og ég get tekið undir það eftir það litla sem ég hef prófað. Sérstaklega er ég sammála henni með það að vélin er alveg ofsalega imbaheld sem hentar mér voðalega vel. Ástæðan fyrir þessum snemmbæru jólagjafa kaupum frá okkru til okkar er sú að vélin er mikið ódýrari í Fríhöfninni en hér heima (munaði rúmlega 20 þúsundum og svo fylgdi óvænt 64mb minniskort með) og við höfðum aðgang að einstaklingi sem var að fara til útlanda og gat kippt vélinni með sér í leiðinn svo vorum við náttúrlega svo miklar óhemjur að við fundum nokkrar mjög góðar ástæður fyrir því að taka vélina í notkun strax en planið er að skreyta hana með rauðri slaufu á aðfangadagskvöld svona rétt til að sýnast LOL.
Kanski ég ætti að fara að drífa mig í að fara út með hundinn, baða hann og fara svo að sofa en ég er að láta mig dreyma um að í dag sé dagurinn sem ég get snúið sólarhringnum á réttan kjöl aftur enda ekki seinna vænna ég er að fara vinna á laugardagsmorguninn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli