föstudagur, nóvember 28, 2003

Bráðavaktarblogg vikunnar

Úff ég man því miður ekki allt sem gerðist í þáttunum sem vantar hér á undan en ætla nú samt að reyna að koma með aðalatriðin.

Dr. Nathan er einn af nýju læknanemunum hann á að vera í umsjón Elisabeth í skurðlækningum hann mætti of seint fyrsta daginn en eftir smá drama kemur í ljós að hann er með Parkinson og er samt að berjast við að komast áfram í námi. Hann hefur dáldið aðrar skoðanir á lífinu og tilverunni heldur en Elisabeth og í kringum þeirra samvinnu er velt upp alls kyns siðfræðilegum og heimspekilegum spurningum um hve lengi á að halda lífinu í fólki, hve lengi á að halda í vonina o.s.v.f. Nathan krefst þess að Elisabeth að hann fái sömu meðferð og aðrir lækna nemar sem hún hefur umsjón með enda hafi hann það fram yfir þau að hann sé eldri en þau og margfalt klárari. Einkenni sjúkdóms hans virðast versna eftir því sem hann er lengur í verknáminu enda er álagið sem er á læknanemum ekki sérlega heppilegt fyrir hann.

Dr. Pratt og Dr. Chen enda saman heima í heitum atlotum en vinur Pratt bankar uppá og truflar þau Chen forðar sér á harðahlaupum.

Bróðir Abbyar dúkkar upp með kærustuna sína sem Abby finnst vera full ung fyrir hann. Bróðirinn hegðar sér frekar undarlega og Abby fer að hafa áhyggjur af geðheilsu hans. Hún hringir í herstöðina þar sem bróðir hennar á að vera staðsettur og segist þurfa sjúkraskýrslurnar hans og segir að dr. Carter sé að sinna honum. Hún fær skýrslurnar sendar og sér að bróðirinn hefur verið greindur þunglyndur. Hún er samt viss um að hann er með geðhvarfasýki eins og móðir þeirra. En herinn lét sér ekki nægja að senda sjúkraskýrslurnar heldur sendir herlögregluna líka sem handtekur Eric bróður Abbyjar við fyrsta tækifæri þar sem hann hafði stungið af frá herstöðinni án leyfis. Eric er ekki vel hrifin af systur sinni fyrir að hafa komið þeim á sporið og heldur að hún hafi viljandi látið handtaka hann.

Og svo stærsta skúbbið af öllum skúbbum sem hafa komið í ER fram að þessu. Kerry er ófrísk og þar er komin skýring á því afhverju hún var að sprauta sig inn á klósetti fyrir nokkrum þáttum síðan.


Þáttur vikunnar byrjar á því að Abbý rýkur til Omaha að reyna að hafa uppi á bróður sínum sem er í haldi hjá hernum. Carter vill fara með henni en fær vaktinni sinni ekki skipt með svona stuttum fyrirvara en fær þá snilldar hugmynd að senda dr. Gallant með henni. En Gallant er hermaður og ætti því að eiga auðveldara með að hafa samskipti við herinn en Abbý. Abbý er nú ekkert upprifinn af hugmyndinni en sættir sig við ferðafélagann að lokum. Og þau halda af stað.

Það snjóar all svakalega í N.Y. og umferðin stöðvast að mestu leyti þar í borg. Carter reynir að komast heim af vaktinni sinni en áður en það tekst er hann stöðvaður í portinu því það er að koma sjúkrabíll með þrjá alvarlega slasaða einstaklinga. Það vantar lækna því þeir komast ekki að heiman vegna snjóa, nema dr. Kovac sem mætir á gönguskíðunum (Hetjan). Hinir slösuðu reynast vera móðir og synir hennar tveir sem urðu fyrir bíl þar sem þau voru úti í garði að búa til snjókarl. Pabbinn hafði líka verið með þeim en skrapp inn að sækja gulrót til að nota sem nef og slapp því frá kolbrjálaða kófdrukkna skíthælnum á stóra jeppanum á blöðrudekkjunum sem var að leika sér í torfærunum.

Abby tekst á endanum að hafa upp á bróður sínum og viti men þegar hún kemur inn á spítalann situr enginn annar en mamma hennar á biðstofunni. En þá kemur í ljós að mamman vissi um ástandið á Eric löngu á undan Abby en var ekki alveg tilbúin að horfast í augu við það.

Mæðginin reynast öll vera mjög alvarlega slösuð heilastofninn í örðum drengnum er í klessu sem þýðir að hann er heiladauður og á sér enga lífsvon. Á hinum drengnum er brjóstkassinn í klessu og rifbein hefur skorið í sundur æðar til hjartans og eitthvað skaddað hjartavöðvann líka. Eina ástæðan fyrir því að hann er ekki enn verr farinn er að móðir hans hafði hent sér á milli hans og bílsins og tekið á sig höggið. Pabbinn er í losti eins og rétt má ímynda sér. Elisabeth er eini sérfræðingurinn á vakt og þarf því að sjá um öll þrjú reynir að tala við pabbann og fá hann til að samþykkja að heiladauði sonurinn gefi bróður sínum hjartað úr sér enda sé hann í raun dáinn og þetta sé eina von bróður hans til að lifa. Pabbinn er ekki alveg að ná staðreyndum málsins og Elisabeth verður að hlaupa til að reyna að bjarga móðurinni og hinum syninum. Hún felur Dr. Nathan að tala við pabbann og koma honum í skilning um alvarleika málsins. enda deyr hún í höndunum á læknum bráðavaktarinnar. Dr. Nathan tekst að sýna pabbanum fram á að það sé ekkert annað að gera en að samþykkja líffæraflutninginn, á sama tíma deyr móðir strákanna. Líf lífvænlegri sonarins hangir á bláþræði þar sem illa gengur að halda hjartslættinum reglulegum. En það hefst að lokum og hann er fluttur á skurðstofuna þar sem hann er undirbúin fyrir líffæraflutninginn.

Abby reynir að tala við bróður sinn en það gerir ekki mikið gagn. Abby og mamma hennar rökræða um framtíð hans. Mamma þeirra reynir að koma Abby í skilning um að það sé ekki hægt að hjálpa honum fyrr en hann vill láta hjálpa sér en Abby gengur illa að skilja það og vill láta neyða hann í meðferð við geðhvarfasýkinni.

Elisabeth kemur að pabba drengjanna þar sem hann situr á gólfinu inni á stofunni hjá látinni konu sinni. Hún reynir að hughreysta hann og endar á því að segja honum frá því að hún hafi misst manninn sinn og tjáir sig helling um það, kanski kominn tími til. Hún segir honum að hún viti hvað það sé erfitt að horfa á eftir ástvinum sínum en maður komist í gegnum þetta á endanum.

Dr. Nathan fær það verkefni að skoða í eyrað á ungri stelpu hann fær skjálfta og stelpan gargar og skælir. Kerry kemur hlaupandi voða æsti yfir því hvað hann hafi verið að gera hann heldur því fram að hann hafi nú ekki meitt hana heldur hafi henni aðallega brugðið. Kerry og Nathan lendir aðeins saman og hann rýkur burtu. Elsiabet finnur hann upp á þaki og heldur honum þar smá pistil um að hann hafi margt að gefa þó hann geti ekki orðið skurðlæknir og hann verði að læra að finna sér leiðir framhjá fötlun sinni. Hún lætur hann verknámsmatið og segir honum að hún hafi fellt hann eins og hún hafði áður lofað honum ( hún hafði áður boðið honum mildari meðferð og að hann myndi ná ef hann lofaði sér því að hann myndi aldrei sinna nokkru formi af handlækningum en hann hafnaði því).

Abby og mamma hennar ræðast meira við og nú á skárri nótum en áður. Carter hringir í gemsan hjá Abby og rabbar aðeins við hana en svo kemur í ljós að hann er í farsíma í bíl rétt hjá henni voða rómó og sætt.

Dr. Nathan kemur aftur niður á bráða móttöku þar sem verið er að útskrifa stelpuna sem hann átti að skoða í eyrað á og tilkynnir að hann hafi aldrei klárað verkið og heimtar að fá að klára. Meðferðis hefur hann tölvu og tengir eyrnaskoðunartækið við hana. Fær stelpuna svo til að halda á tækinu og setja það í eyrað á sér og svo skoða þau saman myndina innan úr eyranu á henni á tölvuskjánum. Hann sér strax að barnið er með eyrnabólgu út frá óhóflegri notkun á eyrnapinnum en mamman hreinsaði úr eyrunum á barninu á hverju kvöldi. Hann ráðleggur stelpunni að hún eigi aldrei að setja neitt minna en olnbogann á sér upp í eyrun.


Þá er bráðavaktarbloggi síðustu þriggja vikna lokið að sinni njótið vel.

Engin ummæli: