fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Nú er ég formlega orðin fúl út í hotmail póstfangið mitt og er alvarlega að hugsa um að fá mér nýtt. Það rignir yfir mig á hverjum degi ógrynni af ruslpósti. Allskyns dónapósti sem m.a. er að bjóða mér að lengja á mér liminn aðeins á 10 dögum. Alveg ómögulega takk!!!!! Af þessum sökum sendi ég allan póst sem ekki kemur frá fyrir fram samþykktum aðilum beint í junk mail körfuna. Svo af einhverri undarlegri ástæðu fór póstur frá Ernu frænku í junk mail körfuna og ég náttúrlega ætlaði að flytja það í innboxið en nei hún týndi póstinum og hann er alveg gufaður upp. SNIFF SNIFF ég náði ekki einusinni að lesa hann. Það skrítna er að ég var búin að setja Ernu inn á samÞykkta listann fyrir löngu og það fleiri en eina adressu hjá henni. Ég er ekkert smá fúl og auglýsi hér með eftir týnda póstinum mínum.
Og úr því að ég er byrjuð að nöldra þá er annað sem fer svolið í taugarnar á mér og ég er að velta fyrir mér hvort ég sé sú eina. Það datt inn um lúguna hjá mér bréf frá bankanum mínum. Ég sé strax að það er gulur miði í umslaginu, hjartað tók kipp og hraðaði á sér, ég svitnaði smá og skalf hvað var ég komin mikið yfir á reikningnum. Ég þorði ekki einusinni að opna bréfið heldur rauk í einkabannkann á netinu og ætlaði að athuga málið en þá var bara allt í þessu fína með reikningana mína. Þá var þetta bara tilkynning um að bankanum væri það mikil ánægja að hræða úr mér líftóruna um leið og þeir létu mig vita að seint í desember verður tilbúið nýtt debetkort handa mér. ARRG hvernig datt þeim í hug að fara að senda allar tilkynningar í formi gulra miða vita þeir ekki hvað gulir miðar þýða í hugum vanskila pésa eins og mín. Ef ég byggi í Bandaríkjunum færi ég í mál við bankann því þeir hefðu valdið mér áfallastreituröskun eða post traumatic stress disorder skammstafað PTSD sem er sko stórhættulegt ástand sem í mínu tilfelli hefur svo undið upp á sig og valdið mér alvarlegu djúpuáti sem leiddi af sér offitu. Ég myndi sko fá háar skaðabætur í USA en ekki á íslandi ég verð víst bara að kyngja mínum eigin ótta með djúpunum og sætta mig við að allt sem ofan í mig fer er á mína ábyrgð. OHHH

Engin ummæli: