sunnudagur, nóvember 16, 2003

Jæja þá er þessari næturvakta viku lokið hjá mér í bili ég var semsagt að skríða heim. Mikið er rosalega mikið betra að vera á næturvöktum þegar maður hefur sofið almennilega fyrir þær. Klukkan orðin 8:07 og ég er búin að fara út að labba með Leó og aldrei þessu vant gekk hann við hæl megnið af leiðinni og lét alveg vera að toga í tauminn og halda að hann væri með mig í bandi. Ég hef samt óneitanlega á tilfinningunni að hann sé nú bara að gera þetta til að sýna mér að hann geti þetta alveg ef hann vill en oftast vilji hann það ekki eða eithvað í þá áttina. Ég gat svo í vikunni loksins kennt honum að leggjast en fram til þessa hefur hann ekki viljað láta hafa sig í neina svoleiðis vitleysu. Ég reyndi upphaflega að segja leggjast og taka um framfæturna á honum og leggja hann niður (eins og hundaþjálfunar biblían mín segir til um) en þá ýlfraði hann bara , vældi, barðist um og stakk af við fyrsta tækifæri. Ég reyndi nokkrar aðrar útfærslur á þessari skipun en það virkaði ekki. Það eina sem gerðist var að í hvert sinn sem ég eða einhver annar sagði leggstu við Leó þá lagði hann skottið á milli lappana, hengdi haus og hljóp í burtu. Svo að lokum brá ég á það ráð að setjast hjá honum upp í stofu, setja tauminn áhann svo hann gæti ekki hlaupið í burtu og láta hann setjast og segja svo leggstu svo sem eins og miljón sinnum, ég vissi nefnilega að á endanum mundi honum leiðast svo mikið að hann myndi leggjast og vitil menn það gekk eftir. Þegar hann lagðist gaf ég honum nammi og hrósaði honum alveg helling lét hann setjast upp aftur og endur tók ferlið. Eftir nokkuð margar tilraunir fattaði hann til hvers var ætlast og er nú hættur að hlaupa burtu ef einhver segir við hann leggstu. Núna er ég að berjast við að kenna honum að setjast upp aftur eftir að hafa laggst niður. Gengur hægt en gengur þó.
Anna Sólveig kom hjartanu af stað og blóðþrýstingnum upp í gærkvöldi úff. Eins og sum ykkar vita en þó ekki öll þá var ein innstungan upp í stofu þeim galla gædd að ef klóin sem í henni var var tekin úr þá kom allt plastdraslið af innstungunni með og eftir stóð bert járnvírarafmagnsdraslið. Það hefur alltaf staðið til að laga þetta betur en mér hefur tekist fram til þessa og það var loks gert í gær. EFTIR AÐ Anna kipti klónni úr og stakk puttunum í járnvíradraslið, ég segi nú ekki annað en Guði sé lof fyrir útsláttarrofa og jarðtengingar. Við hjónakornin sátum í mestu makindum í sófanum ég að lesa og Guðni að dotta þegar rafmagnið sló út og svo rak Anna upp rosa öskur og grét hástöfum. Ég var nú svo fattlaus að ég hélt bara að hún hefði orðið hrædd við það að rafmagnið fór en Guðni kveikti strax á kertinu (peran virkaði jú ekki það var sko rafmagnslaust) um að hún hefði potað í biluðu innstunguna. Sem betur fer var Anna ómeidd að mestu fyrir utan smá verk í fingrinum og mar á sálinni hún var fljót að jafna sig eftir að pabbi hennar kom rafmagninu á aftur.
Ásdís fór til Pabba síns í gærkvöldi og þá kom upp að hún hafði haft dagsetninguna á brúðkaupi hanns og Þórhönnu viltlausa en hún hélt að þau ætluðu að gifta sig í dag og var alveg miður sín þegar hún gat ekki náð í þau í fyrradag. En í ljós kom að þau gifta sig á laugardaginn næsta. Ég vona bara að spáin sé góð og það viðri vel en þau ætla víst að gifta sig í Hellisgerði í Hafnarfirði og að Ásatrúarsið svo það verður sennilega alsherjargoðinn Hilmar Þór sem gefur þau saman. Væri gaman að vera fluga á vegg eða hrauni öllu heldur en ég hef aldrei séð ásatrúarbrúðkaup og er því frekar forvitinn um hvernig það fer fram. Ásdís og Þórhanna verða í upphlut, mikið langar mig til að sjá Ásdísi í upphlutnum hugsa að ég reyni að plata þau til að gefa mér mynd af henni.
Á föstudaginn var dagur íslenskrar tungu og var hann haldinn hátíðlegur með pompi og prakt í Flataskóla. Haldin var mikil og flott sýning í sal skólanns og foreldrum og öðrum velunnurum barnana boðið að koma og sjá. Bekkurinn hanns Árna rappaði vísur um Garðabæ og þau voru alveg frábær ég kútveltist um af hlátri. Árni var klæddur í ljósbrúnt mokkavesti með svarta STÓRA alpa húfu og staf og lék gamalmenni. En krakkarnir skiptust á að fara á mitt sviðið í búningum sem hæfðu því versi sem sungið var hverju sinni. Þetta atrið fékk sko 11 af 10 mögulegum ég held að þetta hafi hreinlega verið eitt besta atriði sem ég hef séð á skólaskemmtun. Bekkurinn hennar Ásdísar var svo með atriði þar sem fyrir komu ýmsar persónur úr íslenskum sögum og þjóðsögum. Ásdís var þar fremst í flokki sem fornmaðurinn sem fyrstur kom til íslands hún var með víkingahjálm á höfði og stóran staf með prjónaða ullarherðaslá. Megnið af tímanum stóð hún á stalli á miðju sviðinu. Svo komu þarna fyrir Gísli, Eiríkur og Helgi, Móri og Skotta, stúlkur á peysufötum, víkingar, nútima krakkar sem voru einskonar sögumenn en það átti að hafa fundist kuml í Garðabæ og í kumlinu var fornmaðurinn (Ásdís). Þegar sagt var frá því hver var í kumlinu fór Ásdís niður af stallinum á miðju sviðinu lagðist á börur og svo voru 4 víkingar sem báru hana í gröfina. Hún reis svo aftur upp þegar fornleifafræðingarnir voru búnir að moka hana upp með tannbursta, teskeið, matskeið og múrskeið. Þetta atriði var líka alveg óborganlegt og flott og fær einnig 11 af 10 mögulegum. Flataskóli á nefnilega gersemi en það er tónmenntakennarinn hún Hjördís sem er að vinna frábært starf með krökkunum. Það eina sem ég sé alveg svakalega eftir er að ég gleymdi myndavélinni heima SNIFF SNIFF. Ég vona bara að það komi myndir af grislingunum mínum á flataskoli.is en í Flataskóla eru þau dugleg við að taka myndir úr skólalífinu og setja á netið.
Úff ég búin að borða yfir mig af Djúpum, þær eru sko hættulega góðar. Ég get svo svarið fyrir það að Erna hafði alveg rétt fyrir sér þegar hún sagði að þær væru ávanabindandi. En þær létta mér þó allavega lífið með því að auðvelda mér að halda í mjúku línurnar mínar. Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað það er mikil vinna að viðhalda þessu mjúka vaxtarlagi. Munur að hafa góða hjálp við það !!
En nú er sko nóg komið af rausi í bili ég er alvarlega að hugsa um að fara að koma mér í rúmið enda er ætlunin að vakna fyri kl. 16:00 og fara í afmæli til hennar Ástrósar Erlu Pálsdóttur.

Engin ummæli: