miðvikudagur, apríl 21, 2004

Argh ég er að farast úr leti og sleni og er alveg búin að fá nóg af því og hana nú. Ég var allt of dugleg á mánudaginn ég var að vinna og nátturlega vitlaust að gera og þar sem ég var þreytt og með höfuðverk eftir vinnudaginn var bara eitt að gera. Ég kom heim eftir vinnu tók hundinn og barnavagninn og labbaði upp á leikskóla að sækja Önnu. Veðrið var svo rosalega gott að höfuðverkurinn fauk út í veður og vind og ég var algerlega endurnærð (endorfínnærð ??) þegar ég kom heim. Þá tók við að púsla saman kommóðu sem við keyptum til að hafa inn á baði því gamla komóðan þar hefur gefið upp öndina og allar lífgunartilraunir hafa mistekist. Ég var í IKEA púslinu fram yfir miðnætti en tókst að koma púslinu saman og inn á bað. Ég hafði ekki gert mér alveg grein fyrir hvað blessað stykkið var stórt eða baðherbergið lítið þannig að kommóðan hefur hlotið nafinið Trölli og ræður nú ríkjum á baðherberginu.
Á þriðjudaginn byrjaði ég á því að fara í klippingu og er næstum því með Shinead O´Connor klippingu eftir ég er enn að venjast henni en mikið ógeðslega er þetta þægilegt. Þegar rúningunni var lokið skrapp ég til Guðnýjar í heimsókn og þar á eftir fór ég til mömmu og gaf út dánarvottorð á 15 ára gamla videoið hennar. Þessu næst fór ég að sækja Önnu á leikskólann og það tók mig u.þ.b. 20 mínútur að komast frá leikskólanum hennar og heim því það hafði orðið slys undir Bústaðabrúnni og öll umferð stífluð í norðurátt frá Bústaðabrú og til Hafnarfjarðar. Þegar ég komst svo loksins heim varð ég að skila Önnu inn grípa hundinn og drífa mig að sækja Guðna svo við næðum upp í Mosfellsdal á hundanámskeið. Sitthvað fór nú úrskeiðis í þessu plani og endaði á því að ég keyrði Guðna laus frá Ikea kl. 17: 52 eftir árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við hann. Þetta þyddi að ég hafði nákvæmlega 8 mínútur til að komast að Gallerí Voff í MOSFELLSDAL. Ef þið hafið verið að velta því fyrir ykkur þá NEI ÞAÐ ERKKI HÆGT AÐ NÁ UPP Í MOSFELLSDAL Á 8 MÍNÚTUM. Við vorum rúmum tíu mínútum of sein í tímann og það gerði það að verkum að Leó fékk ekki leiktímann og við urðum að byrja að vinna strax. Leó var ekki ánægður með það og var gjörsamlega ómögulegur allan tíman vælandi og grenjandi algerlega friðlaus. En það sem mér fannst skrítnast í þessu er að hann stóð sig í æfingunum við að bíða og koma en bara þegar hann var ekki miðpunktur athyglinnar og átti að bíða góður við hliðina á okkur eigendunum (Guðni mætti svo 10- 15 min á eftir mér) alveg snar. Ég ætla sko ekki að mæta of seint í hundaskólann aftur !!!!!
Í dag er ég búin að vera eins og sprungin blaðra og algerlega áhugalaus um að gera neitt af því sem þarf að gera hér. Leó gerði mér þann greiða að kúka á gólfið til að hrista af mér slenið, kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir það (NOT). Anna er búin að vera heima hjá mér í dag því mér fannst hún svo lumpuleg og slöpp í morgun. Hún er líka með leiðinda hósta og mig langar ekki í annan grisling með sýkingu í berkjunum svo ég ákvað að hún færi ekki á leikskólann í dag. Hún hefur aftur á móti gert mér alvöru greiða og verið alveg eins og engill þessi elska. Við ætlum svo að skreppa aðeins út á eftir til að skutla Árna í afmæli.
Ég gerði svo samstarfskonu minni greiða og skipti um helgi við hana núna þessa og næstu helgi. Hún vinnur fyrir mig um þessa helgi og ég vinn fyrir hana næstu helgi. Þetta þýðir að ég get sennilega horft á fúlumúluna á sunnudaginn. Slæma hliðin á þessum skiptum fyrir mig er sú að ég þarf að vinna 7 vaktir í röð í kringum þarnæstu helgi ég vinn frá miðvikudegi til þriðjudags og ég er á næturvakt síðustuvaktina í bununi þetta er nú ekkert svo freistandi finnst mér. Eftir þessa vaktarunu á ég svo einn svefndag og einn frídag og þá kemur að næturvaktarhelgi sem byrjar á aðfaranótt laugardags svo ég verð orðin rosalega dularfull í kollinum aðra vikuna í maí. Ofan á allt þetta er Guðni að fara út til Hollands núna á sunnudaginn og kemur aftur á fimtudaginn.

Engin ummæli: