föstudagur, apríl 02, 2004

Loksins loksins loksins er búið að aflétta Bingó bölvun fjölskyldunnar. Það hefur nefnilega verið þannig með mig og mína að við höfum aldrei unnið neitt í bingó en þetta breyttist í gærkvöldi. Guðni fór með krakkana á bingókvöld hjá Ikea. Í vinning voru RISAstór páskaegg, páskaegg nr.6, páskaegg nr. 4 og ein páskakanína úr súkkulaði. Ásdís vann STÓRT egg og ekki nóg með það heldur vann Árni Páskaegg nr.6. Stóra eggið er það stór egg að unginn ofan á er nánast í raunstærð ( ég set inn myndir af vinningshöfunum við fyrsta tækifæri). Það er semsagt búið að redda páskunum hér á þessu heimili með stærstu páskaeggjum sem ég hef fengið inn á mitt heimili. Svo eigum við 4 bónus egg nr.3 hvað vill maður hafa þetta betra ég bara spyr.
ZZZZZZZZ ég er ógeðslega sybbin ég svaf svo illa í nótt og fór á fætur kl. 7 bjarti punktuinn er að ég er á kvöldvakt á morgun svo ég er í góðum málum og fæ að sofa út á morgun. Mig langar mikið til að leggja mig en er nú að hugsa um að fara út með hundinn í staðinn enda er það mikið hollara fyrir líkama og sál.
Hrós dagsins fær Anna sem þykist vera farin að lesa tölur hún leit á blað hjá afa sínum í gærkvöldi og sagði "etta er níu" og benti á tölustafinn 9 á blaðinu. Skörp er hún litla skinnið.
Slæmu fréttir dagsins fyrir fólk í mínum geira er að starfsmenn Eflingar á Landspítalanum kusu í gær og veittu félaginu umboð til verkfallsboðunar. Ef samningar nást ekki fara allir starfsmenn Eflingar í verkfall 15 apríl, þá verður nú aldeilis gaman að vera til eða hitt þó heldur. Spítalinn verður orðin eins og meðal breskt sjúkrahús eftir fyrstu vikuna og svo förum við undir þeirra staðal og þá hætti ég að mæta í vinnuna :-s


Engin ummæli: