Jibbí yeeha
Ég er komin í páskafrí wooohoooo !!!!!!!!!!!!! Ég á þriggja daga frí þvílík hamingja ég var beðin um að vera á bakvakt um helgina ef vantaði á næturvaktir og ég sagði nei takk (orðaði það að vísu "helst ekki nei") enda hef ég unnið nánast alla frídaga sem ég hef átt hingað til. Ég tók veikindadag á mánudaginn enda fékk ég þessa fínu magapest aðfaranótt mánudagsins og hún entist mér langt fram eftir mánudeginum ojjjjjjjjj svo ég nýtti þriðjudagsfrídaginn minn í að jafna mig eftir það. Það er búið að vera svo brjálað að gera í vinnunni að ég hef tekið slatta af aukavöktum held að þessa fyrstu viku í 80% hafi ég náð rúmum 100%. Dagarnir hafa líka verið fljótir að líða morgunvaktirnar þjóta fram hjá ég lít á klukkuna kl 8 og svo er hún allt í einu orðin 3 og dagurinn að verða búinn.
Ég var ekki ein um að fá magapestina þessa vikuna Árni og Anna fengu bæði í magann Guðni var heima á miðvikudaginn með Önnu veika og Árni fékk í magann á miðvikudagskvöldið. Ég veit ekki alveg með statusinn á Ásdísi en hún skelti sér í sumarbústað með Rakel vinkonu sinni ( seinni partinn á miðvikudaginn) og ég ætla bara að vona að hún hafi sloppið.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að drífa mig út að labba og hreyfa mig upp á síðkastið enda var það nú partur af áramótaloforðinu mínu en það var að koma mér í betra form á árinu. Ég á líka þessa fínu líkamsræktarstöð á 4 fótum sem ég fæ mikla hreyfingu út úr. Ég fann fínan stað til að labba á suður á Reykjanesi og krökkunum finnst mjög gaman að labba þar líka. Ég fór fyrst á sunnudaginn eftir vinnu með Árna, Önnu,Pabba og Leó. Þarna er kanínu nýlenda í skógarrjóðri og krakkarnir voru nú ekki lítið hrifnir af því. Það var Leó reyndar líka en það var ekki eins ánægjulegt því hann hélt að þetta væru leikföng og fór að elta þær ég varð að setja hann í taum og draga hann burtu það þurfti slatta af kröftum til en það tókst nú á endanum. Þegar við vorum svo kominn í dálitla frjalægð frá kanínunum var hægt að sleppa Leó aftur því hann heldur sig innan ákveðins radíuss frá okkur. Árni er að vísu dáldið duglegur við að stækka þennan radíus því hann spænir alltaf í burtu frá hópnum og hundurinn á undan honum **stuna** Þeir tveir eru greinilega á sama þroska skeiðinu he he he. Þeir skemmtu sér konunglega við að hlaupa saman inn í öll skógarrjóðrin (grenihrísluhrúgurnar) sem þarna leyndust og klöngrast upp í klettana fyrir ofan (Set inn myndir síðar). Við skelltum okkur svo aftur þarna suðureftir seinnipartinn á þriðjudaginn þá fórum ég, Guðni, allir krakkagrísirnir og Leó. Ásdísi varð að vísu um og ó þegar við lásum á skilti sem er við vegaslóðann en þegar við fórum á þriðjudeginum var ekkert lesmál á staurnum en nú var komið þetta fína skilti. Á skiltinu er nefnilega viðvörun um að þetta sé gamalt skotæfingasvæði og þó að það hafi verið hreinsað geti enn leynst þarna sprengjur og ef maður finni einhverja torkennilega málmhluti eigimaður að merkja staðinn vel og láta lögregluna eða landhelgisgæsluna vita. Ásdísi leist nú ekki meira en svo á blikuna og var nú ekki alveg á því að við ættum að vera að þvælast þarna. Ég treysti nú á að þar sem þarna sem við erum að labba er skógræktarsvæði og vegaslóði þá ættum við nú að vera nokkuð örugg ef við þvælumst ekki mikið út fyrir slóðann og út í hraunið. Það væri svo sem eftir því að okkur tækist að sprengja okkur í loft upp á flóttanum undan skotglaða bóndanum á Álftanesinu he he he.
Á þriðjudagskvöldið var svo hundaskóli við Guðni mættum galvösk með Leó og haldiði að við höfum ekki fengið hrós frá kennaranum þar sem Leó var svo stiltur og góður og gerið æfingarnar vel **stolt** stolt** stolt** Enda er allt annað að eiga við hundinn eftir að við fórum að fara þarna með hann Ásta Dóra hundaþjálfari fær topp einkunn frá mér. Hún fer nú svo sem engum vettlingatökum um hunda né eigendur en það sem hún gerir virkar og alveg óhætt að taka mark á því sem hún segir.
Ég tók mér svo smá pásu frá utandyra hlaupum eftir vinnu á miðvikudaginn en þá var ég líka búin að hlaupa allan morguninn frá kl. 8 og til kl. 3 tók að vísu örstuttan morgunmat og örstuttan hádegismat en ég sat nú ekki í friði á meðan svo það taldist nú ekki almennilega með. Þegar ég kom heim tók ég mér klukkutíma pásu í að leika við Önnu og Árna og svo fór ég að taka til og tók til þreif og skúraði frá hálf sex til miðnættis. Eftir þessa 6 og hálfs tíma törn leit ég í kringum mig og langaði mest til að fara að gráta því það sá ekki högg á vatni í þessu bæli hér að vísu sást orðið í parketið á gófinu en það var varla meira en það. Stofan minnti á líknardeild fyrir tölvur enda allt fullt af tölvum, prenturum, skjám og lyklaborðum á mismunandi stað í dauðaferlinu. Tölvu inniyflin lágu svo eins og hráviði um allt ***ARGH**** Þegar þarna var komið við sögu ákvað ég að láta þessum degi lokið og skreið inn í rúm og breiddi upp yfir haus og neitaði að koma undan sænginni aftur fyrr en kl. 10 í morgunn. Þá fór ég og tók pínku meira til en það er samt nóg eftir enn **SNIFF SNIFF**
Eftir vaktina í kvöld kom ég svo heim greip hundinn og karlinn og við skelltum okkur í göngutúr komum við í 10-11 sem er nefnilega komin aftur hérna í Lyngásinn og er sko opin til kl. 24. Við náðum þangað 2 mínútur í 24 og aumingja strákarnir voru búinir að loka og læsa en opnuðu samt fyrir okkur þessar elskur og við gátum keypt það sem okkur vantaði. Svo löbbuðum við upp hverfið fyrir ofan 10-11 og yfir fínu fínu göngubrúna þar og heim. Ég var mjög ánægð með það að við gengum frekar hratt upp alla heilu brekkuna og ég var ekki illa móð af því **stolt** og við héldum ansi góðum hraða alla leiðina heim. Ég er því svo bjartsýn að áætla að ég sé að ná einhverju þoli upp jibbí jibbí.
Núna sit ég hér við tölvuna og er að skrifa diska fyrir ástkæra vinkonu mína og læt mér líða vel í endorfín kikkinu sem maður fær af því að hreyfa sig mikið og vel yfir daginn. Hreyfing er greinilega ávanabindandi !!
Best að láta þessari alsherjar skrifræpu lokið.
Gleðilega páska allir !!!!!!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli