Halló halló ég er vonandi komin aftur en það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að ég hef hreinlega ekki mátt vera að því að setjast niður og skrifa. Ég missti glóruna á næturvöktunum sem ég tók og svo asnaðist ég til að taka morgunvakt eftir eftir svefndaginn minn sem setti endanlega úr skorðum allt vit sem ég hafði. Föstudagurinn var svo klikkaður í vinnunni að ég kom heim með hita og slöpp og fór ekki út úr húsi aftur fyrr en í kvöld. En það var nú ekki fyrir lítinn málstað sem ég fór út mér var nefnilega boðið í afmæli til Bjössa. Ég hef ekki komið til Bjössa og Ólafíu síðan þau fluttu en núna loksins tóskt það JIBBÍ !!!!!!! Ofsalega kósý íbúð hjá þeim og frábærar veitingar og skemmtilegt fólk við ætluðum að vera komin heim um klukkan átta en það tóks ekki og við vorum að skríða heim núna uppúr klukkan níu.
Páskafríðið fór nú ekki alveg eins og ég hafði ætlað. Ég var búin að minnast á gubbuna sem gekk hér fyrir páska en á mánudeginum fyrir páska lagðist ég í gubbupest Anna og Árni fylgdu svo eftir og Árni tók annan í gubbu að morgni föstudagsinslanga hann ældi út alla stofuna hjá foreldrum Guðna. Við Guðni ætluðum svo að vera rosalega dugleg á laugardeginum og parketleggja herbergið okkar en áður en við byrjuðum kom Kartín vinkona í heimsókn og frestuðum við framkvæmdum á meðan hún var hér enda er hún sjald séður gestur hér síðan hún flutti til Akureyrar. Við skemmtum okkur konunglega við að spalla um alla heima og geima og alveg frábært að sjá framan í Katrínu aftur. Heimsókninni lauk svo með hópferð í Ríkið þar sem var fjárfest í birgðum fyrir helgina. Þegar við hjónakornin komum svo heim var Guðna farið að líða illa og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að eiga nánu sambandi við skúringafötu heimilisins. Hann lá svo hundlasinn fram á páskadag og var eiginlega slappur það sem eftir var af páskunum svo parketið er ennþá í pakningunum út í skúr. Ég er nú eiginlega mest fegin að við vorum ekki byrjuð að bera dótið út úr herberginu áður en Guðni veiktist.
Mamma bauð mér á fund hjá Þórhalli miðli á fimmtudaginn hjá Sálarranssóknarfélagi Hafnarfjarðar og það var vægast sagt mjög skemtilegt ég hló svo mikið að tárin voru farin að renna úr augunm á mér enda er maðurinn hinn besti skemmtikrarftur. Það kom nátturlega enginn til mín né Mömmu, Bergþóru eða Ingu sem voru með mér þarna. Ég veit ekki hvað þetta á að þýða ég þekki nú slatta af fólki þarna hinumegin og fer að halda að þeim þyki ég svo leiðinleg og það sé svo fegið að vera laust við mig að það nenni því ekkert að koma á svona fundi :-s Æ, svo getur nú verið að það sé bara svona busy að það megi ekki vera að því að mæta hver veit.
Ásdís var sú eina sem slapp við gubbupestina góðu um daginn en hún fann sér sko annað í staðin hún fékk þetta fína kvef mér fanns hún það slæm á miðvikudag og fimmtudag að ég hélt henni heima á föstudaginn sendi ég hana í skólan þó hún væri nú ekki mikið betri og við það fór hún að fá hita og læti. Eftir að hafa talað við Svöfu sem sagði mér að það væri að ganga lungnabólgu pest ákváðum við hjónin að fara með hana á Læknavaktina. Guðni dreif sig með hana á föstudagskvöldið og viti menn kvefið var komið niður í berkjur og á leið ofan í lungun á henni. Hún fékk vænan penesilin skammt og er vonandi að lagast.
Jæja best að láta þessu lokið í bili og fara að sinna fjölskyldunni og fara svo að sofa því það er vinna í fyrramálið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli