miðvikudagur, apríl 21, 2004

Brot úr dagbók hunds

Ég fór út með tvítfættlingunum mínum í bíltúr í dag ég var á mínum vanalega stað í skottinu sem er áreiðanlega besti staðurinn í bílnum. Þar hefur hundur sko gott útsýni yfir hvað er um að vera fyrir utan og getur gefið skipanir til þeirra sem fyrir utan eru ef þannig ber undir. Við fórum á stað sem ég hef ekki komið á áður og ég fékk að hlaupa um laus og ekki í þessu fáránlega bandi sem tvífættlingarnir eru alltaf að reyna að hengja um hálsinn á mér. Það veldur því að þegar mig langar að labba hratt á þarf ég að toga og toga þar til ég er alveg að kafna. Stundum liggur við að ég kasti upp af allr áreynslunni við að toga þau áfram. Stundum býðst ég mjög kurteisislega til að halda bara í spottann sjálfur en þá verða þau alveg snar æpa og garga NEI og baða út öllum öngum. Ég skil bara ekki afhverju við þurfum að vera að þessu drolli alla daga. Nóg um það, aftur að ferðasögunni ég hljóp um las hundatíðindin og svo skrifaði ég í gestabókina við fyrsta runnan sem ég sá, þar fann ég að Snati, Snúður og fleiri höfðu líka skrifað í bókina nýlega. Í Hundatíðindunm las ég að þarna hefðu þó nokkrir hundar, hestar, fuglar og aðrir tvífættlingar komið nýlega. Ég ákvað því að skrifa aftur í gestabókina við stóra steininn hægra megin við veginn. Eftir dágóð hlaup og enn frekar lestur hundatíðinda fann ég þetta líka dásamlega vatnsból það var sko ekkert líkt vatninu sem er í dallinum heima né í læknum. Þetta vatn var svo dásamlega ljósbrúnt og svoldið steinefnabragð af því. Eftir að hafa drukkið nægju mína úr þessari unaðs vin ( Tvífættlingurinn minn var nú eithvað að pípa um ógeð og annað hún veit nú ekkert hvað hún er að tala um). Ég sá það strax í loppu mér að ég varð að slá eign minni á þennan dýrgrip og merkti hann í snarhasti með stóru gulu letri EIGN LEÓS. Hér eftir skal sko enginn, nema ég snerta þessar guðaveigar. Eftir dágóð hlaup ákvað ég að elta tvífættlinginn minn aftur í áttina að bílnum. Ég kom auðvitað við hjá uppsprettunni minni til að ganga úr skugga um að merkingin mín væri enn á sínum stað, vissulega var hún það. Ég ákvað að bragða á dýrðinni einu sinni enn áður en ég héldi heim en eihvað hefur komið fyrir vatnið því það var komið af því eithvert aukabragð sem ég átta mig ekki alveg á svo ég lét duga taka einn sopa, hmmmm... hvað skyldi hafa gerst. Ég þurfti að skrifa í nokkrar gestabækur áður en ég komst að bílnum og ég skrifaði líka þokkalega grein í Hundatíðindin áður en ég kvaddi staðinn. Ég get ekki beðið eftir að komast þangað aftur.

Engin ummæli: