Goodbye black bubbely road ........
Það verður gaman að sjá næstu ársfjórðungsskýrslu hjá Coke nú er kókbindindið mitt komið út í það að ég drekk ekkert Coke á virkum dögum (vona bara að ég taki ekki upp á því að þamba upp vikuskammtinn um helgar). Í dag er dagur 4 án svarta skugganns og þessi tilraun mín til að hætta Cokeþambinu hefur gengngið ótrúlega vel. Hækjan mín enn sem komið er eru 2 bollar af kakókaffi á dag en það samanstendur af einni til einni og hálfri teskeið af Swiss miss og expressókaffi bolla þetta hefur náð að fleyta mér yfrir verstu coffein fráhvarfseinkennin. Ákvörðun mín um aukna hreyfingu hefur ekki gengið alveg eins vel en ég setti mér það markmið að ganga í klukkutíma þá daga sem ég er ekki í vinnu so far hef ég staðið við að ganga einu sinni þennan klukkutíma en það var á þriðjudaginn. Nú er bara að hisja upp um sig nennið og taka í hnakkadrambið á sjálfir mér og drífa mig út að labba. Sama má segja um markmiðið með hollara mataræði, reglulegari matartíma og að borða ekki eftir kl. 20 það hefur ekki gengið alveg eins vel því matartímarnir hjá þessari blessaðri fjölskyldu eru á ótrúlega misjöfnum tímum fram eftir kvöldi urrrrr. Nú er bara að taka það í gegn sem fyrst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli