I smell like I sound...............
Já það hefur margt skemmtilegt á daga mína drifið upp á síðkastið best að byrja á byrjuninni. Ég átti stórskemmtilegt Idolkvöld með Guðlaugu og börnum Pitsur, kók og Idol, popp, snakk og meira Idol. Seinnihluta kvölds spilaði ég svo BF við aðra stórskrítna Bf spilara landsins sem voru greinilega algerlega Skjálftaóðir, hvað gæti ég viljað meira út úr einu föstudagskvöldi.
Fyrripartur laugardagsins fór að mestu í leti en fjörið byrjaði seinni partinn í barnaafmæli þar var ég eins og fíll í postulínsbúð traðkaði jafnt á fullorðnum sem börnum, ég er greinilega stórhættuleg innan um aðra. Eftir afmælið góða fórum við Guðlaug í Smáralindina að kaupa afmælisgjöf handa Guðnýju vinkonu og börnin mín uppgötvuðu í leiðinni að Singstar party var kominn í BT næstum viku á undan áætlun. Um kvöldið fórum við Guðlaug og Guðný út að borða, hinn margfrægi veitingastaður Askur varð fyrir valinu. Við gátum nú skemmt okkur kongunlega yfir matseðlinum á Aski, það er nefnilega Bernaise sósa með flest öllum kjötréttum á matseðlinum og ef svo ólíklega vill til að hún sé ekki með þá er hægt að kaupa sér skamt fyrir litlar 170 krónur og ef það dugar ekki er hægt að kaupa Brenaise í "take away" fyrir 650 kr. Mér líður svo mikið betur að vita að ég þarf aldrei aftur að verða uppiskroppa með Bernaise sósu. Eithvað mátti gosið á Aski muna sinn fífil fegurri og stóð engan veginn undir nafni sem gos því það var ekki vitundar vottur af kolsýru í glasinu þetta var meira svona vatn og Cola bragðefni. Þegar við dirfðumst svo að kvarta voru okkur settir þeir úrslita kostir að það væri þetta eða ekkert. Við urðum nú hálf hvumsa við þessi viðbrögð stúlkunnar og ákváðum að skila "gosinu" og fá hreint vatn í staðinn sem hún féllst á með semingi þó. Undan matnum var aftur á móti ekkert að kvarta og nutum við Beranise sósunnar okkar út í ystu æsar. Eftir matinn skeiðuðum við vinkonurnar í bíó og hafði myndin Shall we dance orðið fyrir valinu. Blessuð myndin á sína spretti en er samt óttalegt þunnildi. Það hefði td mátt klippa Jenifer Lopez alfarið úr myndinni, held að leiklistarhæfileikum hennar sé eithvað ábótavant auk þess sem sögupersónan hennar var einstaklega ótrúverðug og hálf hjákátleg. En ég get nú samt ekki sagt að mér hafi leiðst myndin ég stóð mig nú nokkrum sinnum að því að skella uppúr. En í annan stað stóð ég mig nú samt að því að stynja því hluta af plottinu var hreinlega vandræðalegt að horfa uppá. Eftir þetta ákváðum við að halda heim til Guðnýjar og þar sátum við á kjaftasnakki til klukkan hálf fimm.
Á sunnudagsmorguninn reif ég mig upp eldsnemma kl. 12 haskaði mér í fötin og skóna og dreif mig í Smáralindina með gjafabréfið mitt sem ég er búin að vera að geyma í það ákveðna verkefni að kaupa Singstarparty og kom svo heim sigri hrósandi með leikinn og síðan erum við börnin búin að gaula fyrir framan imbann öll kvöld. Ég get nú ekki annað en dáðst að þeim innihaldsríku og vel sömdu textum sem finna má þarna. Ég er mikið búin að skemmta mér yfir textanum í Duran Duran slagaranum Hungry like a Wolf (nota bene þetta var mikið uppáhalds hljómsveit hjá mér í denn og þetta lag var mjög ofarlega á lista þá) I smell like I sound I´m lost and I´m found and Im hungry like a wolf. það þarf nú bara snillinga til að semja svona texta. Getur einhver sagt mér hvernig maður getur lyktað eins og maður hljómar ?? Þetta minnir mig á setningu sem var sögð við mig um daginn sem ég skildi álíka vel en það var drengur sem tilkynnti mér að hann syngi eins og gamall maður étur, ég er ekki alveg að ná því heldur, ohh ég er svo mikil ljóska. Á sunnudagskvöldið buðu ástkær systir mín og mágur til hangikjötsveislu (nammi,namm) og eiginlega urðu þetta nokkurskonar littlu jól. Það byrjaði að snjóa, ég varð fyrir jólalagi í útvarpinu, svo var hangikjötið með öllu tilheyranni og jólabland með. Ofan á alla þessa jólastemmingu bættist að öll allara nánasta fjölskyldan mín var undir sama þaki að borða hangikjöt, já öll !!!! Mamma, Pabbi,Dísa, Daði, Kristleifur, Guðni (kom að vísu seint vegna vinnu)og svo krakkagrislingarnir mínir ohhh þetta var dásamlega ljúft og notalegt.
Á mánudaginn átti svo elskulegur spúsi minn frí við láum í leti fram undir kvöld þá tók Guðni sig til og fór að vinna í frárennslismálunum hér og stefnir állt í að þeirri skemmtun ljúki fyrr en seinna (mun sennilega ekki taka 3-7 ár). Já Aspirnar okkar skutu sem sagt rótum inn í frárennslið frá húsinu með tilheyrandi skemmtun, en ég hef ákveðið að hlífa ykkur við frekar lýsingum á þeim ósköpum. Þar fyrir utan bættist svo hundur í heimilishaldið þegar Psyco, miniature snhauser nágrannans birtist fyrir utan hjá mér klaka byrjnu hér og þar á feldinum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að koma honum til skila en ekkert gekk eigandann var hvergi að finna. Ég ákvað því að skjóta skjólshúsi yfir hann þar til eigandinn fyndist og skrifaði ég nett skilaboð til eigandanns um hvar hann gæti vitjað hundsins. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langar ekki að eiga 2 hunda, þó þeir væru nú krúttlegir þar sem þeir kúrðu sig saman á gólfinu í nótt. Eigandinn vitjaði hundsins í morgun kl. 7:45 og var einlæglega þakklátur fyrir greiðann, mér hlýnaði nú pínku um hjartaræturnar að hafa getað gert samborgara mínum greiða sem var greinilega metinn. Þar að auki var nú hið besta mál að hann kom svona snemma dags því annars hefði öll familían sofð yfir sig, því allir höfðu gleymt að stilla vekjaraklukkurnar. Flest ævintýri helgarinnar voru bráð skemmtileg en eins og alltaf er endir á öllu góðu og núna hefur gubbupest haldið innreið sína í kotið og nokkrir hér frekar óglaðir :-s
En nú er víst best að Guðný skrifræpusjúklingur fari að finna sér eithvað betra að gera en að blaðra ótæpilega hér það væri sennilega nær að sinna pestargemlingnum og hinum sem enn eru bara hálf óglaðir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli