mánudagur, nóvember 01, 2004

Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það - en segja að málið sé fyrnt.
Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.
Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá
verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!
Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast
sín - þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat,
hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við
BARA BENSÍN!
EKKERT ANNAÐ!
Þeir finna fyrir því.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð
en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu
"Fólk er fífl".
Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO

Engin ummæli: