þriðjudagur, nóvember 23, 2004

It´s not always rainbows and butterflies............

Ég komst að því áðan að ég er haldinn sjálfspíningarhvöt (eithvað sem mig hefur lengi grunað). Þetta brýst meðal annars fram í því að ef ég sé óhugnarlega fyrirsagnir á mbl.is þá get ég ekki hamið mig og verð að lesa fréttina, gegn betri vitund. Þetta endar yfirleytt með því að ég sit eftir með kalt vatn rennandi milli skinns og hörunds, með tárin í augunum, miður mín yfir hvað finnast miklar hörmungar í heiminum. Afhverju ætli ég geti ekki lært af reynslunni og hætt að lesa þessi ósköp??
Ég keypti mér tvo geisladiska um daginn með hljómsveitunum Keane og Maroon 5 mikið geypilega gerði ég góð kaup þarna. Venjulega þegar ég kaupi mér geisladisk þá eru á honum tvö lög sem ég get hlustað á mér til ánægju restin er yfirleitt eithvað sem ég kann ekki að meta. En nei ég set þessa diska í og hlusta frá A - Ö ég verð að segja að þetta kom mér skemmtileg á óvart. Annað sem ég uppgötvaði mér til mikillar ánægju er að Maroon 5 diskinn er hægt að spila í tölvu því þessar elskur settu sér spilara með á diskinn, snilldar leikur hjá þeim. Ég á eftir að athuga hvort það sama gildir með Keane diskinn. Ohh það er svo gaman að eiga afmæli, fá gjafabréf eyða því svo í eithvað sem mann langar í en myndi ekki láta eftir sér venjulega og komast svo að því að hlutirnir voru betri en maður gat ímyndað sér.

Engin ummæli: