fimmtudagur, júní 09, 2005

Að vera eins og þau hin

Ég tók náttúrlega prófið á síðunni hennar Ernu til að komast að því hversu normal ég virkilega er og mér til mikilla vonbriðga er ég :





You Are 60% Normal

(Really Normal)









Otherwise known as the normal amount of normal

You're like most people most of the time

But you've got those quirks that make you endearing

You're unique, yes... but not frighteningly so!




Ég er bara venjuleg þó ég sé ljóhærð, heyrnarskert með freknur þá er ég bara normal ojjjjj. Ég sem hef alltaf staðið í þeirri trú að ég væri dáldið skrítin a.m.k. meira en 40% skrítin en nei.


Ekki veit ég alveg hvað er að gerast með mig Venus hlýtur bara að vera í 8 húsi vatnsberans eða kanski er plútó í hundahúsi Orions eða eithvað. Hví segi ég það jú ég fór sko í vinnuna í gærmorgun kl. 7 vaknaði þar af leiðandi kl.6 það var brjálað að gera í vinnuni og ég hljóp stanslaust allan daginn. Ég kom heim rétt eftir kl.15 skellti í mig einum kakókaffibolla og tók svo til í eldhúsinu (ekki vanþörf á þetta var eins og slæm útgáfa af Allt í Drasli bara ekki með kattaskít) Ég skrubbaði og lagaði til kl. 21 (með smá hléum til að tala við Ásdísi á MSN og SKYPE). Eina ástæðan fyrir því að hreingerningar æðið var sett á hilluna var að ég þurfti að mæta á æfingu hjá 89th og þar var ég í svoleiðis stuði að strákarnir stóðu orðlausir eftir he he he Nú æfingunni lauk kl. 23 þá ætlaði ég nú aldeilis að smella mér upp í rúm að sofa stillti að vísu á stöð2 + til að sjá Strong Medicine en ætlaði svo að fara að sofa en nei ég var sko barasta ekki í neinu svefn stuði ég vakti til 2 og píndi mig þá til að fara að sofa. Þetta er sko ekki heilbrigt þega ég er annars vegar það er alveg ljóst. Ég svaf að vísu eins og engill til klukkan að ganga 11 í morgun spratt þá á fætur (sem er ekki eðlilegt heldur) fékk mér morgunmat og las blöðin. Tók mér svo tusku í hönd og ætlaði að fara að þrífa meira en þá kom bjargvætturinn hún móðir mín í heimsókn svo hreingerningarnar voru settar á hold. Núna var ég að klára að borða miðdagsbitann settist svo hér og ætla svo að fara að þrífa meira. Held ég hafi verið numin á brott af geimverum eða eithvað þetta er ekki heilbrigt.
Ryksugan á fullu étur alla drullu tralla la la la la la la la la la la ........

Engin ummæli: