föstudagur, júní 10, 2005

Með kúst og gömlu priki

Já nú er tiltektar æðið búið að standa í 2 daga ég er búin að eyða góðum parti 2 daga í að þrífa. Þá er ég bara að tala um eldhúsið ég á enn eftir að þrífa upp á eldhúsinnréttingunni og skúra OMG. Ég er reyndar búin að þrífa pínku inn á baði líka en þvílíkt ryk og rusl þetta er bara óeðliegt hvað getur safnast mikið af svoleiðis OJJJ. Núna er stefnan sett á restina af húsinu gaman gaman (NOT) en það verður gaman þegar ég er farin að sjá árangurinn. Merkilegt samt að nú erum við einum einstaklingi færri en venjulega en upp á móti kemur að það eru einhverjir heima allan daginn. Samt ruslast minna út en venjulega ef frá eru talin leikföng yngstu heimasætunnar. Það er ekki eins mikið af tómum fernum, notuðum diskum og alskyns rusli út um allt svo eithvað sé nefn. Er höfuðpaurinn í rusla og drasl mafíunni fundinn hmmmm.....
Ég er búin að segja kóngulóarfaraldrinum stríð á hendur og geng nú undir nafninu Eiturpési. Það viriðist vera að það klekist út ný hreiður með kóngulóareggjum (í hverju hreiðri eru a.m.k. 100 stk) annan hvern dag og sennilega oftar. Þannig að það er allt vaðandi í kóngulóm hér ég held þeim í skefjum með þvi að fara út með Vapona brúsann á þriggja daga fresti og eitra hringinn um húsið. En mér finnst þetta samt svoldið óþolandi ég verð að segja það. Er farin að íhuga að flytja inn Gekkó eða eithvað svoleiðis til að éta lóurnar fyrir mig. Önnur hugmynd er að rækta upp stóran stofn af Járnsmiðum og sleppa lausum hér fyrir utan og láta þá um lóurnar. Ég sá nefnilega skordýralífsmynd fyrir nokkurm árum (elska svona dýralífsmyndir) og þar kom fram að Járnsmiðir borða kóngulær með bestu lyst og láta sig ekki muna um að ráðast á kóngulær sem eru talsvert stærri en þeir. Mér hefur alltaf verið vel við járnsmiði (ekki þar með sagt að ég vilji hafa þá í rúminu minu OJJJ) og þeir hækkuðu enn í áliti hjá mér. Ég geri mér far um það ef ég sé járnsmiði innandyra að taka þá upp á pappír og fara með þá út í stað þess að drepa þá. Ég er svo illa gerð að ég get bara ekki hugsað mér að hafa pöddur inni hjá mér ekki einu sinni sætan járnsmið eða brúnbjöllu.
Nóg um það ég er farin að gera eithvað af viti .......eða eins mikið og hægt er að búast við af heyrnarskertri ljósku með freknur.

P.S. setti link á bloggið hans Bjössa (long overdue) á tenglalistan minn hér við hliðina. Endilega kíkið á strákinn hann var að fara fyrstu ferðina sína sem flugmaður hjá Icelandair um dagin. Þar má finna sjá myndir af honum í flugmans uniforminu, stórglæsilegur auðvitað :)

Engin ummæli: