miðvikudagur, júní 08, 2005

Sumar sumar sumar og sól (eða rigning eða þannig)

Þá er komið að því að ég er komin í SUMARFRÍ jibbí jibbí jibbí jey. Krakkarnir byrjuðu í sumarfríi á mánudaginn og eru búin að vera í pössun hjá afa meðan við hjónakornin höfum verið í vinnu. En núna er komið að kósyheitum hjá mér Árna og Önnu og Guðni kemst svo loks í frí á föstudag. Ég giska nú samt á að hann verði með annan fótinn í vinnunni um helgina ef ég þekki þetta rétt en hefði ósköp gaman af því að hafa rangt fyrir mér með þetta. Það á sko heldur betur að taka til hendinni í fríinu vonandi verður eithvað af því meðal þess sem er á listanum er að mála húsið og parketleggja hjónaherbergið. Ég held ég þoli ekki mikið lengur þennan bleika lit sem koinn er á húsið en fína málningin okkar hefur upplitast svo að það er skelfilegt. Það er bara bak við þakrennurnar sem upprunalegi liturinn sést enþá.

Krakkarnir fengu einkunirnar sínar á þriðjudaginn og ég er sko að rifna úr monti yfir þessum duglegu krökkum.

Ásdísar einkunnir(í sviganum er meðaltal árgangsins í greininni):

Lestur 9 (8.0)
Skrift og frágangur 8 (8.6)
Íslenska 8 (8.3)
Stærðfræði 7.5 (8.2)
Enska 9(8.6)
Landafræði 8 (9)
Náttúrurfræði 8.5(8.6)
Heimilisfræði 9.5(9.1)
Íþróttir 8.5(8.8)

Stundvísi,Hegðun,Vinnusemi,Mætir með námsgögn og Heimanám er einkunnin A

Árna einkunnir:

Lestur 8.0(7.1)
Skrift og frágangur 7.0(7.0)
Stærðfræði 8.5 (7.8)
Stundvísi,Hegðun,Vinnusemi,Mætir með námsgögn og Heimanám þar er einkunnin A


Maður getur ekki annað en verið ánægður með þetta.

Jæja best að fara að gera eithvað sumarfríslegt eins og að taka til og svona.

Engin ummæli: