laugardagur, júní 18, 2005

Þá er þjóðhátíðin yfirstaðin

Ekki er nú hægt að segja annað en Garðabær kann að halda þjóðhátíð. Mikið var um dýrðir og skemtiatriði voru af ýmsum tegundum. Eithvað klúðraðist í tímasetningum hjá promo eða hvað það nú heitir fyrirtækið hans Einars Bárðar. Þannig að þegar Hildur Vala átti að syngja komu Nylon í staðin og öfugt. Hildur Vala átti upphaflega að syngja á útisviðinu milli kl 14-16 og Nylon inni milli 16 og 17 Fólk hér var nú greinilega ekki ánægt með skiptin Nylon hefur greinilega mistt eithvað af fylginu sem það hafði. Aumingja stelpurnar sungu og það bara nokkuð vel en það dugði ekki til þær fengu lítil sem engin viðbrögð. Kanski var ekki málið að þetta voru Nylon heldur kanski bara þ að að Garðbæingar kunna ekkert á skemtiatriði utandyra. Á þeim árum sem ég hef sótt útiskemtanir á 17.júní í Garðabæ hef ég aldrei séð fúlari áhorfendahóp. Fólk klappar ekki hvað þá syngur með og ekki eru neinskonar fagnaðarlæti í lok skemtiatriðanna, hversu góð sem þau hafa verið. Mér hefur alltaf fundist þetta mjög dularfult og er ansi oft eini apinn sem klappar eftir atriðin **roðn** Enda uppalinn í Kópavoginum þar sem fólk skemti sér við svonalagað og tók undir og fagnaði vel í lokinn ef atriðin áttu það skilið.
Skemtiatriðin innandyra fengu þó betri viðbrögð enda voru þar á ferð stjörnur úr Garðabaænum og má af líkum leiða að hópur aðstandenda hafi átt þar hlut að máli. Fyrst var fimleika atriði frá stjörnunni og voru allt ílagi Svo komu atriðin sem stóðu algerlega uppúr af þeim skemtiatriðum sem ég hef séð á 17.júní, ef frá er talið dragg show Palla og Maríusar í Lækjargötunni fyrir mörgum árurm. En þetta voru semsagt unglingarnir úr Garðaskóla með atriði úr söngleiknum Wake me up sem þau hafa verið að sýna í vetur. Fyrsta atriðið var nú bara venjubundið og nokkuð flott en svo kom súrealískasta og furðulegasta atriði sem ég hef séð lengi. Drengir af öllum stæðrum og gerðum í netabolum og mis kvenlegir komu fram á sviðið. Tónlistin byrjar og ég átta mig á því eftir nokkra takta að þarna var lagið I´ts raining men á ferðini. Auðvitað var sungíð á íslensku og útlaðgðist einhvenveginn svona "Ég elska menn haleljúja ........helst marga í senn......" með tilheyrandi hreyfinugm *roðn* Ég sprakk úr hlátri (um það leyti sem ég hætti að fara hjá mér) og ekki minkaði hláturinn við að horfa á áhorfendurnar hinumegin í salnum sem sátu gersamlega agndofa og vissu ekki hvað þeir áttu við sig að gera. Vandræðagangurinn í áhorfendunum var algerlega óborganlegur en á endanum var klappað fyrir hópnum. Eftir þetta kom svo Hildur Vala og söng eins og engill. Viti menn innandyra á 17.júní kunna Garðbæingar að syngja með, klappa með og fagna vel og vandlega að atriðum loknum. Kanski var það bara hvað Hildur var fín sem dugði til að uppskera þetta kanski hefði hún fengið þessi viðbrögð úti líka en ég er ekki alveg viss.

Framkvæmdirnar hérna eru nokkuð vel á veg komnar búið að mála herbergið okkar svo nú eru allir veggir í stíl. Kanski kominn tími til að klára málningarframkvæmdir sem hófust árið 2000 (ARGH). Þegar við tókum svo gólfdúkinn upp kom í ljós að rakavandamál sem var til staðar þegar við fluttum hingað var enn í gangi. Fúlir, fúkka blettir voru undir dúknum á nokkrum stöðum. En ljóst var að fyrr viðgerðir (fyrir 9 árum) höfðu gert eithvert gagn því þetta var tiltölulega lítið. Ég gekk í málið og nú er búið að sótthreina gólfið og loka öllum sprungum svo málið ætti að vera úr sögunni. Þetta þýðir að nú er hægt að setja parketið á það vantar aðeins eina fíntennta sög til að málið verði klárað. Ég geri mér vonir um að minn heittelskaði fari á stað sem selur verkfæri og reddi þessu fyrr en seinna. Þó það sé ágætt að sofa í stofunni þá finns mér skemtilegar að geta boðið heim gestum, og því vil ég klára þessar framkvæmdir sem fyrst.
Best að fara að gera eithvað........

Engin ummæli: