Rautt rautt rautt er ........
Húsið í Lækjarfit já það fer sko ekki á milli mála að húsið er sko rautt já já. En liturinn er betri en ég hefði trúað í upphafi þegar hann þornar er hann barasta ekki svo slæmur. Mér tókst að mála 60% af húsinu i gær Guðni tók svo 35% og nú er eftir hálfur veggur og svo kantar upp við þak að ótalinni umferð 2 sem mun farin við fyrsta tækifæri eða færitæki eða hvað það nú er.
Ég lenti í þeim horror í gær að slasa Önnu gullmolann minn. En þannig var mál með vexti að í 17 stiga hitanum í gær fanns mér upplagt að krakkarnir fengju að sulla í sundlauginni í garðinum. Þegar þeirri skemtun var lokið ætlaði ég að halda á Önnu inn enda var hún berfætt og rennandi blaut. Ég vafði Önnu í handklæði og hélt af stað á leiðinni inn. Ákvað að fara framfyrir jepann þar sem það var svo mikið af drasli fyrir aftan hann að ég var hrædd um að detta. En þegar ég er komin fram fyrir rek ég tærnar í eithvað og dett framfyrir mig og missi Önnu úr höndunum og hún skellur í gangstéttina með miklum dynk. Hún rotaðist nú ekki né vankaðist en ég var alveg viss um að hún væri stórslösuð. Mér brá svo mikið að ég var nærri búin að hringja á sjúkrabíl með það sama. Anna jafnaði sig nú á endanum lagði sig í hálftíma og þá var hún orðin betri en ný úff en hvað mér brá illa. En þetta leiðir mig að þeirri niðurstöðu að það verði að fara að laga planið hérna fyrir utan áður en einhver drepur sig þar. Pabbi datt víst á sama stað á planinuum daginn, en það eru þar tvær hellur sem eru upplagðar til að detta um.
Annars erum við hjónin að hugsa um að leggja land undir fót/dekk þegar við erum búin að mála og halda jafnvel í rigninguna á norðurlandi en það á nú eftir að skýraast betur síðar. Ég er komin með algeran norðurlands fiðring og langar ofsalega mikið norður. ég hef ekki komið norður síðan á vormánuðum 2002 og það er barasta allt of langt. Svo rigning eða ekki ég fer norður áður en sumrinu lýkur.
Síðustu setningunum hefur verið breytt eftir þarfa ábendingu ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli