mánudagur, nóvember 21, 2005


Það var lagið ......

Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.

Ég er orðinn upplitaður,
ég er orðinn voða sljór.
Held ég hringi í lækni því
að halinn er svo mjór.

Skrímsli eru eins og krakkar,
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi og með stíflað nef.

Hef eigilega ekkert meira um málið að segja við mæðgurnar erum enn kvefaðar og Ásdís er komin á sýklalyf við óþverranum. Hún hefur nánast ekkert mætt í skólann síðan í þar síðustu viku. Ég skrölti í vinnuna en það er nú bara ekki meira en svo hrmpf ég hata kvef.
Annars er ég farin að föndra við jólkortin og farin að hlúa að ýmsum öðru föndri sem ég hef vanrækt síðastliðna mánuði.

Engin ummæli: