miðvikudagur, nóvember 30, 2005



Jóla..........hvað

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg í fyrradag og henda upp eins og einum 5 jólaseríum eða svo. Ég fór galvösk niður í geymslu og ætlaði að finna jólaskrautið og seríurnar en nei það var ekki í innstu geymslunni eins og öll síðast liðin ár. Ekki var það heldur í geymslunni undir stiganum ssvo á endanum ég varð að ryðja mér leið inn í stóru geymsluna og það var nú ekkert smá mál. Ekki tók svo betra við þegar ég opnaði geymsludyrnar því geymslan var að því er virstist slétt full af plastflöskum. Ég hafði greinilega misskilið það alveg vitlaust þegar minn ástkæri sagðist hafa farið með flöskurnar hér um árið hann hafið sem sagt bara farið með þær inn í geymslu ekki í endurvinnsluna. Ég ákvað að láta ekki bugast heldur taldi góssið á mettíma og dreif 6 svarta rustlapoka fulla af samanpressuðum flöskum út í bíl. Mikið þakkaði ég fyrir að vera á stórum og rúmgóðum bíl því þetta smellpassaði inn í hann. Eftir þessa líka skemtiferði á endurvinnslustöð sorpu í Garðabæ dreif ég mig heim með jólaskapið í góðum gír harðákveðin í að finna seríurnar en nei seríurnar fundust ekki allar aðeins 2 ræfilsleg stykki og ekki nóg með það á finn ég hvergi sogskálarnar til að festa þær með. Ég veit að ég á fleirihundruð og fimtán svona stykki og neita staðfastlega að kaupa fleiri......... en sogskálarnar, seríurnar og restin af jólageisladiskunum hafa greinilega haldið til hlýrri landa í ekkijólafrí nú er bara að vona að þetta dót sjái sér fært að koma aftur heim .................fyrr en síðar.

Engin ummæli: