miðvikudagur, nóvember 09, 2005



Red,gold and green !!

Já það er sko nostalgía dauðanns sem fylgir Singstar 80´s.
Carma Kamelion með Boy George minnir mig á það þegar ég var á aldrinum frá 10 - 12 ára og eftir skóla fór ég oft heim til Baddýar vinkonu minnar og við horfðum á gömul áramótaskaup eða tólilstar myndbönd (oft kom áður nefnt lag þar við sögu) og náttúrlega 99 luftballons með Nenu. Við hlustuðum líka á vinsældarlistann á Rás 2 og tókum náttúrlega þátt í að velja á listann.... mjög spennó... Við vorum Duran Duran aðdáendur fram í fingurgóma og því passar fínt að Duran Duran lagið Rió er á Singstar disnum líka. Baddý hafði líka mikið dálæti á Madonnu (Material girl er á singstar disknum líka) og var oftar en ekki klædd í stíl við þá söngkonu tjullið, griflurnar og krossarnir voru alsráðandi. Ekki má svo gleyma öllum neonlitu grifflunum og legghlífunum. Ósjaldan var farið niður í bæ í búðina 1001 nótt sem hafði á boðstólum m.a. grænt og svart naglalakk sem var náttúrlega ómissandi á diskótekunum í Þinghól þar sem dansað var við lög eins og Final countdown með Europe. Þá rifjast upp jólaballið fyrsta árið mitt í Þinghól þar sem satínskyrtur voru aðal tísku flíkurnar þá. Ég fékk forláta fjólubláa satínskyrtu sem ég var hæst ánægð með (ég man að Guðlaug átti kóngabláa slíka skyrtu ;) en einhver galli leyndist í skyrtunni góðu og það kom á hana saumspretta upp eftri allri hægri hliðinni :s og þar með mátti ég halda heim af ballinu og skyrtan ónýt. Ofan á allt þá voru skyrturnar búnar í búðinni og skyrtan sem ég fékk í staðinn var ekki nærri því eins flott **SVEKK**


Áfram heldur ég niður laga listann og kem að 9 to 5 með Dolly Parton og jú þar rifjar upp skemtilega tíma frá því ég var á fliss aldrinum. Ég og Lilja vinkona mín vorum heima hjá henni en ég hafði fengið leyfi til að vera hjá henni meðan foreldrar hennar fóru eithvað út að kvöldlagi á föstudegi. Við fórum út í sjoppu (Biðskýlið á Kópavogsbrautinni) og keyptum gos og smá nammi. Í sjónvarpinu þetta kvöld var svo myndinn 9 to 5 og það sem við hlóum við lágum á gólfinu gersamlega öskrandi úr hlátri. Og svo fengum við annað hláturskast vegna þess að við skömmuðumst okkar svo fyrir hvað við hlógum mikið (gelgjan allsráðandi). Á þessum tíma fengum við fliss hlátursköst yfir flestu sem fyrir okkur kom og áttum ansi oft bágt með að standa í fæturna úr hlátri. Innkaupa ferðir í Sækjör sem þá var og hét enduðu oft í hláturskasti fyrir utan búðina en eigandi búðarinnar var einstaklega skapstriður og endaði því oft á því að brussast eithvað við afgreiðsluna okkur til óhemju mikillar skemtunar.

Belinda Carlisle með lagið Heaven is a Place on Earth rifjar upp fyrir mér ýmislegt varðandi fyrsta strákinn sem ég varð skotin í. En við dunduðum okkur við að vera skotin hvort í öðru frá því við vorum 4 á róló og þangað til við vorum svona c.a 18 oftast vorum við bara ekki skotin hvort í öðru á sama tímanum (og tannréttinga vesen sem rústaði sjálfsmati annars okkar um tíma ) he he he ..... sem gerði okkur talsvert erfitt fyrir og er sennilega ástæðan fyrir að við erum ekki saman í dag og hamingjusamlega gift einhverjum allt öðrum he he he

Simple Minds með Don't You (Forget About Me) þar er minning um fyrsta kærastann en hann hélt mikið upp á Simple Minds, sem náði ekki alveg mestu vinsældum sem hægt var að ná á Íslandi he he Og því fékk maður nokkrum sinnum ræður um vinsældar væl og annað þegar hlustað var á tónlist sem okkur hinum þótti góð....Súr eru þau sagði refurinn.... he he
Á rúntinum á svörtum miðstöðvar lausum trabant með þokuljósum og rauðmáluðu nafninu FREDDY aftan á, enda hafði drengurinn mikið uppá hald á Nightmare on Elmstreet myndunum sem var horft á a.m.k. þrisvar í viku. Trabbi rafmagnslaus fyrir utan Laugarásbíó og það þurfti að ýta honum í gang OMG þetta var hallærislegasta stund þess árs. Ohh þetta var frábærlega skemtilegur tími ....þó ég sé nú ekki viss um að Guðlaug se sammála mér umm allt þar enda hafði hún mikið á móti samskiptum mínum við þennan annars ágæta dreng ;) he he

Wham og Wake me up before you go, go rifjar upp margar góðar ferðir á diskótek í Þinghól og náttúrlega stríðið milli Wham og Duran Duran aðdáenda hér. Ég man enn eftir Duran Duran hátíðinni sem haldin var (sennilga árið 1984) á einhverjum sleesy stað niður í bæ og ég fékk Guðlaugu til að koma með mér. Hún vildi svo fá mig með á sama stað á Wham hátíð en þar gat ég nú ekki látið sjá mig sem heiðvirður Duran aðdáandinn.


Soft Cell með Tainted Love og Alice Cooper með Poison rifja upp að vera á rúntinum með Unu öll stráka vandræðin á þeim tíma og partýin heima hjá Tóta vini mínum. Hann bjó í stóru húsi á Arnarnesinu og foreldrar hans brugðu sér oftar en ekki af bæ heilu og hálfu helgarnar og þá var náttúrlega haldið PARTÝ. Allir í heita pottinn og dúndrandi tónlist og læti. Skil ekki hvað nágrannarnir voru þolinmóðir!! Við keyrðum um göturnar á 250 kúbica krossara sem var með ónýta kúplingu og hálf ónýtt púströr :s Eltingarleikur á flótta undan lögreglunni á krossaranum (eða svona næstum því...ehemm ekki segja mömmu og pabba frá þessu susssh) Tóti æfði svo á trommur í bílskúrnum Oftar en ekki voru svo fleiri með hljóðfæri og við stelpurnar breimuðum með, ósjaldan var Magga Eiríks lagði Ford ´57 tekið .... aumingja nágranninn úff hann hlýtur að hafa verið heyrnarlaus ....eða minnsta kosti óskað þess að vera það.


Æi já það er ótrúlega margt stórskemtilegt sem rifjast upp við yfirferðina á Singstar 80´s

Ætli það sé svo ekki nær lagi að enda þennan pistil á öðrum texta við hið ágæta lag Culture Club. En hann er á þessa leið.......Kama kama kam kam kamarinn er komin undir hamari hi hi hinn. Náðhúsið mitt á nauðungar uppboð fer ég held ég verð að hægja méreheheheher .....

Klóakkið okkar er nefnilega stíflað og allt í steik OJJJJBARA

Engin ummæli: