fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Aaaaatshjúúúú........

Fyrsta pest vetrarins hefur haldið innreið sína hingað á heimilið. Byrjaði með því að Ásdís veiktist fékk barkabólgu og allt. Næst var ég í röðinni ekki barkabólga en þvílíkt hæsi, nefstíflur, höfuð og beinverkir og hiti. Árni er líka illa kvefaður enn eru Anna og Guðni í þolanlegum málum hversu lengi sem það endist.
Ergilegasta aukaverkunin af þessari pest hjá mér er sú að ég komst ekki í vigtunina í dag og mun því ekki fá neinar tölur fyrr en í næstu viku **SVEKK** Gamla góða skífuvigtin hér heima sem ég hef tékkað að ber saman við DDV vigtina hefur sigið hratt og örugglega niður svo ég er svoldið svekkt að fá ekki staðfestingu á því en það verður bara að hafa það.

Engin ummæli: