mánudagur, nóvember 28, 2005
Aðventan
Hana nú þar kom að því aðventan er barasta byrjuð með ljósum og látum. Núna er víst orðið réttlætanlegt að vera í jólastuði. Fyrsta aðventukvöld fjölskyldunnar var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð barnanna á heimilinu. Við höfum skapað okkur smá stemmingu í kringum það að kveikja á aðventukertunum og það kunna börnin hér greinilega að meta. Smá babb kom þó í bátinn þar sem flestir jólageisladiskarnir okkar eru barasta týndir, skil ekki alveg hvað hefur orðið um þá. En sem betur fer fannst eitt stykki sem reddaði jólastemmingunni alveg og nú er ég búin að finna annan sem getur þá hjálpað til næst. En eftir stendur spurningin hvert fara jólalögin í frí eða eru diskarnir bara búnir að láta sig hverfa með geisla og gati. Varð þeim um megn að komast að því að þeir eru ekki nógu góðir til heilsársspilunar. Jamm gátan um týndu jólageislana heldur mér alveg hrikalega spenntri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli