föstudagur, desember 30, 2005

Allt fyrir aurinn............

Já mikið má á sig leggja fyrir krónurnar he he he ég skellti mér í bíó í gærmorgun kl. 11 með krakkana. Þannig er mál með vexti að Sambíóin bjóða upp á sýningar fyrir aðeins 400 krónur kl. 11 á morgnana milli jóla og nýárs. Það má segja að það hafi verið fullt út úr dyrum og nóg af fólki í bíó svona snemma á virkum degi. Við fórum Harry Potter og það var nánast fullur salur þó að myndin hafi verið sýnd síðan í nóvember. Ég gat nú ekki annað en verið sátt við myndina enda fylgir hún bókinni nokkuð vel og fátt sem ég get fett fingur út í. Eina sem var að angra mig var að ég er ný búin að lesa síðustu bókina og flétturnar í henni (og bókinni) á milli voru að valda mér hugarangri og sorg sniff, sniff.

Við hjónin fundum okkur nýja aðferð til líkamsræktar í gær ég segi nú bara BootCamp hvað fnuss..... Já við eigum okkar eigin "drill sargent" hér á heimilinu sem sér til þess að eldri meðlimir heimilisins haldist í góðu formi. Þegar við hjónin héldum í gær að við værum að fara að sofa þá reyndist það hinn mesti misskilningur.
Við hjónin ætluðum að horfa á Mr & Mrs Smith áður en við færum að sofa en áður en ég fór inn upp hófst hin daglegi leikur hvar er síminn minn sem ég leik á hverju kvöldi. Leikreglurnar eru þær að ég set GSM símann minn á "MJÖG góðan" stað einhverntímann yfir daginn og svo leita ég logandi ljósi að honum áður en ég fer að sofa (nota hann sem vekjaraklukku). Í gærkvöldi reyndist hann vera ásamt fleiru af mínu dóti út í bíl og fór ég þangað út að sækja hann. Við hlunkumst inn í rúm og hefjum kvikmyndaáhorf mikið þegar langt er liðið á myndina rennur upp fyrir mér að ég hafði gleymt símanum frammi **dohhhhh**. Þar sem Guðni átti leið fram þá bað ég hann að sækja hann fyrir mig í leiðinni en þegar Guðni kemur fram er útidyrahurðin opin og enginn hundur nokkurstaðar í húsinu, hurðarófétið hafði þá kviklokast á eftir mér og fokið upp eftir að við fórum inn og Leó hafið ekki staðist freistinguna og farið á bæjarrölt. Í þetta sinn lét hann sér ekki nægja að fara út í garð og koma inn aftur nei hann lét sig hverfa eithvert út í myrkrið (við uppgötvum þetta um kl. 1:30). Úr þessu varð því að í stað þess að skríða upp í hlytt og notalegt bælið máttum við klæða okkur upp og halda út í rigninguna og rokið að leita að hundinum. Skriplandi á blautum klakanum með hjartað í hálsinum fórum við um allt hverfið (skiptum liði) og svoldið lengra og vorum að gefast upp (eftir nær klukkutíma leit) þegar ég fann hann svo hér ofar í götunni ekkert svo langt að heiman, hann hefur sennilega bara verið með banana í eyrunum rétt á meðan við vorum að kalla og blístra á hann. Eftir þessa mjög svo hressandi næturgöngu vorum við svo upptrekkt að það tók langan tíma að ná sér niður til að vera fær um að sofna.


Jæja krúttin mín ég býst ekki við að rausa neitt meira hér fyrir áramót svo ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Takk fyrir alla skemtunina, kommentin og rökræðurnar á árinu sem er að líða.

þriðjudagur, desember 27, 2005

Mér varð það á að horfa á ísland í dag áðan og eins og stundum áður gat ég pirrað mig á fjölmiðlafærni dagskrárgerðarfólksins þar. Það sem fór í mig í kvöld var innlegg Þorsteins J um flugelda og flugeldasölur þetta árið. Talað var um öryggisreglur þegar flugeldum er skotið upp og hvernig forðast má slys þegar flugeldar eru annars vegar. En hann fór að tala um öryggisgleraugun bráðnauðsynlegu við einhvern flugeldasölumann og svo klikkir hann út með því að segja við mannin ... sett þú þau á þig því ég er svo hallærislegur með þau..... og svo síðar bætir hann við hvað gleraugun eru ljót ..... Hvað er að manninum.... Sem sagt boðskapur innleggsins er að öryggisgleraugu eru hallærisleg og ljót.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg Jól

Mig langar að óska ykkur öllum nær og fjær Gleðilegra Jóla, gefist ykkur gjafir góðar og vonandi sleppiði við jólaveikina.

þriðjudagur, desember 20, 2005


Aðeins 4 dagar til jóla (viðvörunar bjöllur hljóma, rauð blikkandi ljós og fólk hleypur um öskrandi og gargandi)

He he ...............mín vegna mega jólin barasta fara að bresta á ég á eftir að kaupa 2 jólagjafir og setja upp jólatréð og þá er þetta barasta komið. Ég er meira að segja búin að baka 1 sort af smákökum. Krakkarnir eru búnir að standa á haus við jólahreingerninguna í herbergjunum sínum svo ekki er það eftir. Jólafríið í skólanum er byrjað og ég sjálf á bara 1 vinnudag eftir fram að jólum.
Nú er bara spurningin hvað get ég fundið til að stressa mig á fyriri jólin þetta árið. Jú ég er ekki búin að skrifa jólakortin gallinn er bara sá að ég er ekkert viss um að ég ætli að skrifa á nein jólakort þetta árið svo ég næ ekki að stressa mig á því heldur. Kanski vakna ég ég í stress kasti á aðfangadagsmorgun og fell í yfirlið á hlaupum með jólakortin í fanginu það á eftir að koma í ljós.

föstudagur, desember 16, 2005



Guðný með prikið potast í gegnum rykið...

Ég held að ég hljóti að hafa verið með hita í gær !! Það rann á mig æði þegar ég kom heim úr vinnunni kl. 4 og ég tók heldur betur til hendinni á heimilinu. Ég gekk frá öllum hreinum þvotti og bjó til meira af hreinum fatnaði. Ég þreif og snyrti herbergið okkar, ganginn, í kringum tölvurnar og upp á kommóðunni og í eldhúsinu. Ég skúraði skrúbbaði og þreif meira að segja veggina í herberginu. Moppan rann svo ljúflega yfir forstofugólfið líka. Hreingernigar æðið stóð í 8 tíma rúma eftir að ég kom heim úr vinnunni, eftir snögga sturtu sofnaði ég svefni hinna örþreyttu um kl. 1 í nótt. Hárið á mér var nú ekkert sérlega spennt yfir þesari mediferd og ég leit út eins og Gilitrutt þegar ég var að leggja af stað í vinnuna upp úr kl. 7 ....ástandið lagaðist lítið eftir því sem leið á daginn. Svo komst ég að því að ég hafði prílað, skúrað og skrúbbað svo mikið að ég var með harðsperrur eftir öll lætin.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Sólin og jólin

Mikið gladdist ég þegar sólin ákvað að kíkja á okkur höfuðborgarbúa í dag. Ég var nánast orðin viss um að hún væri bara farin og kæmi ekki aftur. Mér finnast svo leiðinlegir dimmir dagar eins og hafa verið undanfarið. Ég verð einhvernvegin alveg orkulaus og ómögulegm, langar mest að liggja upp í rúmi með höfuðið undir sæng. Það spillir svo ekki kvöldinu að tunglið er nánast fullt og sést í gegnum örþunna skýja slæðu núna vantar bara smá snjóföl til að gera þetta alvöru jóló.

Ég varð að gera hlé á matarátakinu mínu með Íslensku vigtarráðgjöfunum þar sem eithvað í mataræðinu var nett að hóta að gera útaf við mig. Ég steyptist út í ofnæmis útbrotum á heimsmælikvarða og var sífelt með stíbblað nef og læti, ég hélt bara að ég ætti svona vont með að losa mig við kvefið sem ég fékk fyrir rúmum 4 vikum. En eftir að hafa gætt mér á ferskum ananas þá breyttist ég snarlega í systur hringjarans frá Notre Dam og alles. Þá áttaði ég mig líka á því að nefstíflurnar fylgdu alltaf matartímunum svo með því að leggja saman 2 og 2 fékk ég út 8 sem þýðir náttúrlega fæðuóþol af verstu gerð. Ég mátti því snyrta út allt grænmeti, ávexti og fisk ásamt ýmsu öðru góðgæti sem ég hef lifað á síðustu 6-7 vikurnar. Það var eins og við mannin mælt "kvefið" hvarf á 1 sólarhring,útbrotin voru svoldið lengur að hverfa en eru að mestu horfin núna. Ég datt náttúrlega í smá sjálfsvorkunn yfir þessu öllu og sukkaði dáldið og lét öllum illum látum. En náði svo tangar haldi á sjálfri mér og ætla nú ekki að detta í gamla syndafenið aftur (ekki það að ég hafi verið komin nálægt því). Mér til mikillar furðu héldu kílóin samt áfram að láta sig hverfa og vona ég bara að það haldi áfram með því að ég standi mig í sykurleysinu og skynsömu mataræði.


miðvikudagur, desember 14, 2005


Á hausnum

Mamma má ég vera á hausnum ?? Ha á hausnum ?? Já svona eins og þú.
Eftir smá umhugsun áttaði móðirin sig á því að þetta var spurningin um að fara húfulaus út.

laugardagur, desember 10, 2005


Óðu inn með gras og gull

Ég hélt að þeim baggalúts drengjum myndi endanlega takast að gera útaf við mig um dagin !! Aðventulag Baggalúts þetta árið er hrein snilld en að sjá þá syngja það í kastljósinu setti algerlega punktinn yfir Iið ég hreinlega grét úr hlátri. Múnderingin og yfirhalningin á þeim var bara óborganleg. Ég set hér fyrir neðan link inn á þetta í kastljósinu versta er að þetta skilar sér bara ekki alveg nógu vel á tölvutæka forminu.
  • Sagan af Jesú
  • fimmtudagur, desember 08, 2005


    Gæðastund vikunnar !!

    Vá ég er búin að sitja hérna við tölvuna síðastliðinn klukkutímann og þvílík afslöppun og notalegheit úff. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég átti reikning á tónlist.is svo ég ákvað að athuga hvort hann væri virkur enn. Viti menn reikningurinn var enn í fullu gildi, svo ég fór að skoða mig um og datt inn á svæði sem heitir jólaútgáfan 2005. Ég skoðaði nokra diska sem eru nýútgefnir og datt sá þar nýja diskinn frá Garðari Thor Cortes og ákvað að kíkja á hann svona bara til að vita hvort drengurinn getur yfir höfuð nokkuð sungið (lesist með miklum fordómum og neikvæðni). Stuttu síðar sat ég gersamlega dáleidd og hlustaði á hvert lagið á fætur öðru í hálfgerðum trans með gæsahúð úr sælu. Þvílíkt notaleg röddin í manninum og lögin flest hreint frábær. Þetta kom mér skemtilega á óvart ég hef aldrei heyrt í honum áður og hef aldrei nennt að hlusta þegar ég hef séð til hans í sjónvarpinu vegna ýktra munnhreyfinga og annara hreyfinga, eins og svo mörgum svona STÓR söngvurum eru ansi tamar. En ef maður sér hann ekki heldur bara heyrir í honum þá er bara eitt orð sem ég á og það er VÁ. Ég get einlæglega mælt með diskinum hans ef fólk er á annað borð fyrir svona semi klassíska tónlist.

    Talnaspekin.......

    Fékk sendan link inn á talnaspeki síðu og þetta er útkoman sem ég fékk þar. Erfitt að meta sjálfur hvort þetta er eithvað að marka þar sem maður er nú altaf svo blindur á sjálfan sig en ég sé samt að sumirpunktarnir eru nokkuð góðir.


    Gudny, your Life Path of 6 ...


    You have a deep love and concern for your fellow humans and are at your happiest when you feel yourself to be in the service of others. You are a supportive and self-sacrificing and a friend to all. You intuitively know how to cheer or heal others who are in a crisis. You also have a swift, analytical mind, dexterity and a lot more faith and courage than is often demonstrated by the other numbers. For this reason, many of you end up being doctors, nurses, fire-fighters, policeman, politicians, lawyers, crisis line workers, counselors and any occupation that involves empathy, skill or bravery.

    Your life path is often filled with responsibility, but the difference between you and other people is that you are happy to take it on. You are a sympathetic and kind person and skilled in the arts of diplomacy and leadership. Many of you are born with an innate wisdom about what others need to survive and thrive. You easily earn the devotion and respect of others and are destined to become a pillar of your community.

    Like most sixes, you probably were some kind of child prodigy in one subject area. You probably seemed to be wise beyond your years and may have accelerated grades or entered university early. Furthering your education is likely to be a theme that is important to you your entire life. This is because your brilliant mind is always looking for ways to enhance the quality of your life.

    Another mark of the number 6 child is that he or she tends to connect very well with adults and have full, intelligent conversations even at a very young age.

    You often marry early and the cornerstones of your life are family, religion, philanthropy and compassion. Your relationship with your partner is often destined to be a permanent loving one that survives all obstacles. You may also have an extraordinary talent for dealing with children, teens and the elderly.

    You have very few flaws, but one of them might be a tendency to meddle in or fix other people's lives. Also your willingness to excel to please high-ups may look like brown nosing to others. As you are often very successful compared to others, you might also experience a lot of jealousy and envy from those who just don't see how good-hearted you really are.

    As you are so self-sacrificing you are also in danger of working yourself to the point of exhaustion. One of your life path lessons is to remember to care for yourself as much as you care for others.

    Another one of your life challenges is to make sure that you don't take on more than you can chew as this might force you to break promises that you would rather keep. You are a soft touch, so you are also at the risk of being taking advantage by individuals who might see your kindness as the mark of a fool. However your traditional approach to life along with it's ethics and moral values usually serves you well.

    Being one of the most domestic numbers, your family and extended family is probably the center of your life. You are very realistic in your approach to money and career and often have the intelligence and foresight to build a small fortune. This financial savvy is good because number six's tend to have large broods or spend many years of their life supporting parents or other relatives

    Merkilegt nokk en nafnatalan mín er líka 6 svo út úr þvi kom þetta:
    Gudny, your Expression of 6 ...
    Your Potential Natural Talents and Abilities


    You are a peace loving, harmonious individual who is a natural born diplomat. You detest conflict and will bend over backwards to make others happy. The ultimate height of your personal self expression is healing. Nothing gives you more satisfaction then knowing you have corrected a situation that was whirling out of balance.

    You express who you are by caring for others. This is why so many sixes are doctors, healers, counselors, psychologists, policeman and therapists. Your philosophy usually relates to the idea that the world can be healed of all its ills if we heal one person at a time.

    You have a brilliant, creative mind and many different talents but chances are you will forsake a career in the limelight to work in humble, yet helpful occupations. You are quite philosophical and believe that one should sacrifice oneself for the good of all.

    You excel at making others feel good about themselves and have the ability to instill new hope in lost hearts with a kind touch or wise words. You are also a very affectionate person and comfort others with your easygoing nature. Others are attracted by your empathy and your friends often seek you out for advice.

    You make a wonderful parent and teacher and have a way with children. At some point in your life you may find yourself coaching, mentoring or adopting a child or a teenager.

    You are naturally full of vitality and enthusiasm. You exude a personal charisma that makes members of the opposite sex consider you to be a "catch." Once you are caught you are usually loyal to that one person for your entire life.

    Honesty and openness is very important in your relationships and if someone breaches your trust you are not likely to speak to them ever again. You consider yourself to be a very ethical and moral individual and are deeply pained by any situation that falls into a moral gray area.

    You are also deeply spiritual and have a great faith in a higher power. However when that power seems to let you down you have the power to spiral down into a deep depression. As you are all about balance, you are a nightmare to be with when life knocks you out of balance. You may express your bitterness at being let down by God with addiction, codependent or destructive behaviors.

    Sometimes you may also mistakenly believe that your mission on earth is to set things right. This can lead to a fanatical need to prove a point or get revenge on the individuals or organizations that you think are causing the disharmony for yourself and others in the first place. Many activists and cult leaders are number 6's who have succumbed to this kind of black and white thinking.

    On a less extreme level, your concern for others may be perceived as interfering or meddling as you just can't help yourself when it comes to helping others. One of your life challenges is to let others make their own mistakes rather than trying to save them from themselves.

    You often dress conservatively and are humble in your appearance. This is because you spend so much time focusing on others rather than yourself. Ironically, you may be good at caring for others but not so good at caring for yourself. If you are a six it is important for you to take time out to pamper yourself every now and then as your tendency to overwork yourself can lead to health problems in the future.

    Svo í lokin kom þetta :
    Gudny, your Soul Urge of 3 ...

    What You Desire To Be, To Have, and To Do In Your Life


    Your soul urge is about the cultivation and expression of your personality. Usually this energy manifests as a great achievement in the theatrical or artistic world. You shine at any kind of activity that involves public performance including acting, singing or politics. In fact, you love performing so much that you would do it for free. Exhibiting your talents is second nature for you although many of you also develop lucrative careers from doing so as well.

    If your talents are not developed it seems that your unique soul urge may also manifest itself in lesser ways such as the development of a beautiful speaking voice, a distinctive way of dressing or a talent for being the perfect host or hostess. You don't necessarily care who or how many people you make an impact on. If an opportunity presents itself where you can be the center of attention than you will take advantage of it.

    Perhaps your biggest asset is your rich imagination. This is your inner treasure chest from which you find the solutions to all of your problems and every body else's as well. You also have an incredible knack for story telling and mesmerizing others with your tales. You adore the innocence of chlordane and nothing makes your heart happier than the sound of a child's laughter.

    However your tendency towards non-stop chatter sometimes works against you as others perceive it as self-centered or a way of stealing focus. . Also you are so clever with words that it may be hard for others to ever win an argument with you or even get a word in edgewise. As a result, you may often be left behind or not invited to engage in discussion at all.

    You really don't handle rejection well and if you can't get the approval you crave you have a natural tendency to retreat into your own little world. Isolation is very unhealthy for you, as your imagination tends to distort situations and create paranoia and suspicion where it need not exist. Rather than sulk about a professional or relationship set back your best course of action is to pick yourself up and try again. If depression still persists then you need to throw a pail of cold water over your burning ego by going out and doing a deliberate act of charity or philanthropy for those who are less fortunate than you do. Only this will truly serve the higher calling of your soul and have you viewing the world through rose colored glasses again.

    A great sense of humor is also one of your greatest assets and if you were a doctor you would heal by helping others to "laugh themselves well." You can't bear pessimistic people or persons that take life too seriously and will go to great lengths to lighten up sober types up. A drawback of this is that sometimes others perceive you as saying inappropriate things or not respecting the belief or wishes of another. One of your challenges in life is to recognize that there is a critic in every crowd.

    However, no critic could ever be as hard on you as you are with yourself. As you are a perfectionist and a master of timing and delivery, you take it very hard if for some reason you miss an opportunity. This is because you set standards and expectations of yourself that are very high. It is hard for you to realize that your low are most other people's highs and that the best remedy for feelings of failure is to count your blessings.


  • Talnaspeki
  • mánudagur, desember 05, 2005


    Þetta helst.....

    Jæja ég fór að ráðum systur minnar og fór í Rúmfatalagerinn með flöskupeninginn og keypti sogskálar svo nú er komin upp 1 sería og fleiri bíða uppsetningar. Ég gat að vísu fengið alveg heilan helling af dóti fyrir flöskupeninginn og fór því út með fullan poka af allskyns góssi. En þvílík örtröð í Rúmó ég hélt að ég myndi i hreinlega barasta aldrei komast út úr búðinni. Það var maður við mann á öllum göngum og lokaði fólk gjarnan gagnveginum alveg með kerrunum sínum svo umferð um þá var illmöguleg, furðuleg árátta hjá fólki.
    Ég er svo alltaf á leiðinni að baka DDV smákökur og kanna hvort þær séu góðar en af einhverjum ástæðum þá hefur mér ekki gefist tími í bakstur. Það er reyndar orðið langt síðan ég hef gefið mér tíma í smákökubakstur í desember.
    Ég skrapp í vinnuna í gærkvöldi sem er nú varla í frásögur færandi nema vegna þess að þegar ég kom heim aftur þá stóð spúsi minn á hvolfi við að taka til. Heimilið var orðið ótrúlega líkt mannabústað og það er orðið fært um kjallarann. Ekki nóg með það þá hafði hann staðið sveittur við að flokka og þvo þvott. Ég smitaðist náttúrlega af framkvæmdagleðinni og dreif mig í smá tiltekt líka.....það er nefnilega svo mikið vinarlegra þegar maður er ekki einn........ Mikið óskaplega þótti mér vænt um að hann fór í þessar framkvæmdir.
    Sá glitta í Örninn í sjónvarpinu í gær ég get nú aldrei annað en glott svoldið þegar ég sé í þennan stórfína sjónvarpsþátt. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að vinna með dönskum hjúkrunarfræðingi og hún fær alltaf hláturskast þegar danirnir segja Hallgrímur því úr því verður eiginlega Halv grim eða hálf ljótur. Þetta veldur mér vænu glotti í hvert sinn sem ég sé í Örninn eða heyri titilagið úr honum.

    Jæja best að hætta þessu röfli og fara að gera eithvað af viti....hvað nú sem það svo getur verið.