fimmtudagur, desember 08, 2005
Gæðastund vikunnar !!
Vá ég er búin að sitja hérna við tölvuna síðastliðinn klukkutímann og þvílík afslöppun og notalegheit úff. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég átti reikning á tónlist.is svo ég ákvað að athuga hvort hann væri virkur enn. Viti menn reikningurinn var enn í fullu gildi, svo ég fór að skoða mig um og datt inn á svæði sem heitir jólaútgáfan 2005. Ég skoðaði nokra diska sem eru nýútgefnir og datt sá þar nýja diskinn frá Garðari Thor Cortes og ákvað að kíkja á hann svona bara til að vita hvort drengurinn getur yfir höfuð nokkuð sungið (lesist með miklum fordómum og neikvæðni). Stuttu síðar sat ég gersamlega dáleidd og hlustaði á hvert lagið á fætur öðru í hálfgerðum trans með gæsahúð úr sælu. Þvílíkt notaleg röddin í manninum og lögin flest hreint frábær. Þetta kom mér skemtilega á óvart ég hef aldrei heyrt í honum áður og hef aldrei nennt að hlusta þegar ég hef séð til hans í sjónvarpinu vegna ýktra munnhreyfinga og annara hreyfinga, eins og svo mörgum svona STÓR söngvurum eru ansi tamar. En ef maður sér hann ekki heldur bara heyrir í honum þá er bara eitt orð sem ég á og það er VÁ. Ég get einlæglega mælt með diskinum hans ef fólk er á annað borð fyrir svona semi klassíska tónlist.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli