fimmtudagur, desember 15, 2005

Sólin og jólin

Mikið gladdist ég þegar sólin ákvað að kíkja á okkur höfuðborgarbúa í dag. Ég var nánast orðin viss um að hún væri bara farin og kæmi ekki aftur. Mér finnast svo leiðinlegir dimmir dagar eins og hafa verið undanfarið. Ég verð einhvernvegin alveg orkulaus og ómögulegm, langar mest að liggja upp í rúmi með höfuðið undir sæng. Það spillir svo ekki kvöldinu að tunglið er nánast fullt og sést í gegnum örþunna skýja slæðu núna vantar bara smá snjóföl til að gera þetta alvöru jóló.

Ég varð að gera hlé á matarátakinu mínu með Íslensku vigtarráðgjöfunum þar sem eithvað í mataræðinu var nett að hóta að gera útaf við mig. Ég steyptist út í ofnæmis útbrotum á heimsmælikvarða og var sífelt með stíbblað nef og læti, ég hélt bara að ég ætti svona vont með að losa mig við kvefið sem ég fékk fyrir rúmum 4 vikum. En eftir að hafa gætt mér á ferskum ananas þá breyttist ég snarlega í systur hringjarans frá Notre Dam og alles. Þá áttaði ég mig líka á því að nefstíflurnar fylgdu alltaf matartímunum svo með því að leggja saman 2 og 2 fékk ég út 8 sem þýðir náttúrlega fæðuóþol af verstu gerð. Ég mátti því snyrta út allt grænmeti, ávexti og fisk ásamt ýmsu öðru góðgæti sem ég hef lifað á síðustu 6-7 vikurnar. Það var eins og við mannin mælt "kvefið" hvarf á 1 sólarhring,útbrotin voru svoldið lengur að hverfa en eru að mestu horfin núna. Ég datt náttúrlega í smá sjálfsvorkunn yfir þessu öllu og sukkaði dáldið og lét öllum illum látum. En náði svo tangar haldi á sjálfri mér og ætla nú ekki að detta í gamla syndafenið aftur (ekki það að ég hafi verið komin nálægt því). Mér til mikillar furðu héldu kílóin samt áfram að láta sig hverfa og vona ég bara að það haldi áfram með því að ég standi mig í sykurleysinu og skynsömu mataræði.


Engin ummæli: