þriðjudagur, desember 27, 2005

Mér varð það á að horfa á ísland í dag áðan og eins og stundum áður gat ég pirrað mig á fjölmiðlafærni dagskrárgerðarfólksins þar. Það sem fór í mig í kvöld var innlegg Þorsteins J um flugelda og flugeldasölur þetta árið. Talað var um öryggisreglur þegar flugeldum er skotið upp og hvernig forðast má slys þegar flugeldar eru annars vegar. En hann fór að tala um öryggisgleraugun bráðnauðsynlegu við einhvern flugeldasölumann og svo klikkir hann út með því að segja við mannin ... sett þú þau á þig því ég er svo hallærislegur með þau..... og svo síðar bætir hann við hvað gleraugun eru ljót ..... Hvað er að manninum.... Sem sagt boðskapur innleggsins er að öryggisgleraugu eru hallærisleg og ljót.

Engin ummæli: