föstudagur, desember 16, 2005



Guðný með prikið potast í gegnum rykið...

Ég held að ég hljóti að hafa verið með hita í gær !! Það rann á mig æði þegar ég kom heim úr vinnunni kl. 4 og ég tók heldur betur til hendinni á heimilinu. Ég gekk frá öllum hreinum þvotti og bjó til meira af hreinum fatnaði. Ég þreif og snyrti herbergið okkar, ganginn, í kringum tölvurnar og upp á kommóðunni og í eldhúsinu. Ég skúraði skrúbbaði og þreif meira að segja veggina í herberginu. Moppan rann svo ljúflega yfir forstofugólfið líka. Hreingernigar æðið stóð í 8 tíma rúma eftir að ég kom heim úr vinnunni, eftir snögga sturtu sofnaði ég svefni hinna örþreyttu um kl. 1 í nótt. Hárið á mér var nú ekkert sérlega spennt yfir þesari mediferd og ég leit út eins og Gilitrutt þegar ég var að leggja af stað í vinnuna upp úr kl. 7 ....ástandið lagaðist lítið eftir því sem leið á daginn. Svo komst ég að því að ég hafði prílað, skúrað og skrúbbað svo mikið að ég var með harðsperrur eftir öll lætin.

Engin ummæli: