þriðjudagur, desember 20, 2005


Aðeins 4 dagar til jóla (viðvörunar bjöllur hljóma, rauð blikkandi ljós og fólk hleypur um öskrandi og gargandi)

He he ...............mín vegna mega jólin barasta fara að bresta á ég á eftir að kaupa 2 jólagjafir og setja upp jólatréð og þá er þetta barasta komið. Ég er meira að segja búin að baka 1 sort af smákökum. Krakkarnir eru búnir að standa á haus við jólahreingerninguna í herbergjunum sínum svo ekki er það eftir. Jólafríið í skólanum er byrjað og ég sjálf á bara 1 vinnudag eftir fram að jólum.
Nú er bara spurningin hvað get ég fundið til að stressa mig á fyriri jólin þetta árið. Jú ég er ekki búin að skrifa jólakortin gallinn er bara sá að ég er ekkert viss um að ég ætli að skrifa á nein jólakort þetta árið svo ég næ ekki að stressa mig á því heldur. Kanski vakna ég ég í stress kasti á aðfangadagsmorgun og fell í yfirlið á hlaupum með jólakortin í fanginu það á eftir að koma í ljós.

Engin ummæli: