mánudagur, desember 05, 2005


Þetta helst.....

Jæja ég fór að ráðum systur minnar og fór í Rúmfatalagerinn með flöskupeninginn og keypti sogskálar svo nú er komin upp 1 sería og fleiri bíða uppsetningar. Ég gat að vísu fengið alveg heilan helling af dóti fyrir flöskupeninginn og fór því út með fullan poka af allskyns góssi. En þvílík örtröð í Rúmó ég hélt að ég myndi i hreinlega barasta aldrei komast út úr búðinni. Það var maður við mann á öllum göngum og lokaði fólk gjarnan gagnveginum alveg með kerrunum sínum svo umferð um þá var illmöguleg, furðuleg árátta hjá fólki.
Ég er svo alltaf á leiðinni að baka DDV smákökur og kanna hvort þær séu góðar en af einhverjum ástæðum þá hefur mér ekki gefist tími í bakstur. Það er reyndar orðið langt síðan ég hef gefið mér tíma í smákökubakstur í desember.
Ég skrapp í vinnuna í gærkvöldi sem er nú varla í frásögur færandi nema vegna þess að þegar ég kom heim aftur þá stóð spúsi minn á hvolfi við að taka til. Heimilið var orðið ótrúlega líkt mannabústað og það er orðið fært um kjallarann. Ekki nóg með það þá hafði hann staðið sveittur við að flokka og þvo þvott. Ég smitaðist náttúrlega af framkvæmdagleðinni og dreif mig í smá tiltekt líka.....það er nefnilega svo mikið vinarlegra þegar maður er ekki einn........ Mikið óskaplega þótti mér vænt um að hann fór í þessar framkvæmdir.
Sá glitta í Örninn í sjónvarpinu í gær ég get nú aldrei annað en glott svoldið þegar ég sé í þennan stórfína sjónvarpsþátt. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að vinna með dönskum hjúkrunarfræðingi og hún fær alltaf hláturskast þegar danirnir segja Hallgrímur því úr því verður eiginlega Halv grim eða hálf ljótur. Þetta veldur mér vænu glotti í hvert sinn sem ég sé í Örninn eða heyri titilagið úr honum.

Jæja best að hætta þessu röfli og fara að gera eithvað af viti....hvað nú sem það svo getur verið.

Engin ummæli: