mánudagur, janúar 09, 2006


Að kunna ekki að skammast sín ...

Já það er til fólk sem heldur því statt og stöðugt fram að hundar kunni ekki að skammast sín. Gott og vel en ég get bara ekki verið sammála !!!! Leó kann að skammast sín það er alveg ljóst. Þetta veit ég vegna þess að ef hann gerir eithvað af sér þá sést það á honum langar leiðir áður en ég finn hvað hann hefur gert. Eins og í dag hann er búin að vera svo lúpulegur og ganga um með höfuðið hengt og ef ég kalla á hann kemur hann nánast skríðandi eins og hann eigi von á að ég muni taka ærlega í hann. Ég hef ekki getað skilið afhverju hann lætur svona enda gat ég ekkert fundið sem útskýrði þessa hegðun sem hefur núna staðið í 2 tíma. En svo fór ég niður í þvottahús núna áðan og viti menn þar hafði áður nefndur hundur pissað á gólfið og þvottabala sem á gólfinu stendur. Nú veit ég afhverju hann er svona SKÖMMUSTUlegur hann gerði eithvað sem hann má ekki og er búin að vera að bíða eftir að ég fatti það. Ég er ekki endilega viss um að hann skammist sín þannig að hann hafi hugsað beint um afleiðingar gerða sinna o.s.v.f. en hann vissi greinilega að hann hafði gert eithvað rangt og var ekki hress með það og það er í mínum augum að skammast sín.

Engin ummæli: