miðvikudagur, janúar 18, 2006



Ofankoma

Ég er heldur að komast í gírinn eftir jólasukkið enda tími til kominn. Ergilegt hvað er fljótlegt að sökkva á vit óhollustu og sukks það tekur nokkra daga að sökkva en vikur að ná sér upp OJJJ En nú skal tekið á því og sykurpúkanum hent öfugum út úr húsinu og lokað og læst á eftir. Annars kom mér mikið á óvart að ég hef ekki gert mér neinn skaða í þessu sukki vigtin stóð pollstabil þrátt fyrir allt svo það er virkilega hvetjandi til að taka sig á og halda upp á þá beinu og breiðu (eða á maður að segja örmjóu og krókóttu).


Ég hélt að ég væri nú ekki þessi týpiska snjótýpa en mikið finnst mér nú gott að fá snjóinn. Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður:

1. Börnin mín hreyfa sig meira og sjást varla innan dyra þessa dagana og þegar þau koma inn þá lognast þau útaf örþreytt á skikkanlegum tíma kvölds.

2. Það verður svo mikið bjartara og fallegra yfir öllu í snjónum.

3. Umferðarhávaðinn frá Hafnarfjarðarveginum hverfur nánast alveg. Ekki það að hann trufli mig mikið dagsdaglega en það munar samt um það þegar hann hverfur.

4. Hundurinn minn verður svo afskaplega mikið hamingjusamari því hann fær ígildi tveggja tíma göngutúrs út úr 20 mínútna skoppi í snjónum í garðinum.

Engin ummæli: