Kallarnir og fleira
Það tókst að koma mér verulega skemtilega á óvart í gær. Ég horfði á fyrsta þáttinn af Körlunum aðallega vegna kunningskapar við annan af þáttarstjórnendunum. Ég verð að játa að ég bjóst frekar við því að pína mig í gegnum fyrstu mínúturnar og skipta svo um stöð en nei ég hreinlega grét úr hlátri og horfði á þáttinn til enda. Þetta er án efa besti nýi þátturinn á Sikrkus hann slær Splash TV og Partý 101 út úr hringnum og út á plan. Þátturinn m.a. gengur út á það að taka óheflaða einstaklinga í gegn og gera þá frambærilega á stefnumótamarkaðinn. Í þessum fyrsta þætti tóku þeir sjarmatröllið Gussa , sem er þekktur fyrir m.a. Myndmarksauglýsnigarnar og Fóstbræðraþættina, í gegn. Ég hélt hreinlega að ég myndi deyja þegar þeir fengu Geir Ólafs til að ráðleggja honum um rómantík og stefnumót ...við hjónin hreinlega emjuðum úr hlátri. Þeir sem hafa ekki aðgang að Sirkus geta séð þessa snilld á visi.is en þetta er ekki fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir grófu orðbragði.
Annars þá á ég hreinlega oft erfitt yfir sjónvarpsstjörnum nútímans sem eru margar ansi illa ...ja hvað skal segja...málhaltar...málviltar...illa máli farnar.... Fyrrum herra ísland og bróðir hans sem sjá um þáttin Splash TV eru þannig máli farnir að mig langar að fara að gráta (að vísu er það ekki það eina sem grætir mig við þann þátt), það skal þó tekið fram að ég hef ekki horft á heilan þátt heldur 3 lítil brot úr þáttum. En þar má finna gullkorn eins og "það var strítt þér svo mikið " og annað í þeim dúr. Ég er reyndar hrædd um að þetta sé sú íslenska sem koma skal því börnin mín snúa setningum svona á hvolf og það virðist vera vonlaust að lagfæra það hjá þeim. Setningar eins og "það var gefið mér" og "það var skammað mig" eru mjög algengar og koma alltaf aftur þó ég leiðrétti þau í hvert sinn.
Svo er það snilldin ein þegar fólk er að slá um sig með orðatiltækjum og málsháttum sem það ræður ekki við. Ég gat nú ekki varist hlátri í Idolinu síðast þegar Bubbi sagði einum keppandanum "maður sáir eins og maður uppsker".
Minn ástkæri gaf sjálfum sér öndvegis stafræna myndavél í 35 ára afmælisgjöf. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að myndavélina fær hann sjaldnast að handleika sjálfur heldur hef ég hertekið hana. Vélar greyið hefur vakið upp í mér bakteríu sem ég vissi svo sem að ég ætti til en kostnaðurinn hefur haldið mér í skefjum hingað til. En núna er ekkert sem stoppar mig og ég tek myndir daginn út og inn gallin við þetta er sá að áhuginn og framkvæmdagleðin fara langt fram úr hæfileikum eða getu á sviði ljósmyndunar. Ég er að vísu langt komin með að lesa ljósmyndabók sem Dísa og Daði gáfu Guðna í afmælisgjöf ég er líka búin að lesa fína litla handbók á íslensku um ljósmyndun en það breytir því ekki að ég skil ekki upp né niður í öllum þeim fídusum sem vélin hefur uppá að bjóða. Held kanski að ég þurfi að komast á námskeið í ljómyndun sem fyrst.
3 ummæli:
Thank you!
[url=http://ntbwbisb.com/jrtj/uhsd.html]My homepage[/url] | [url=http://argmzrfi.com/trei/bcqt.html]Cool site[/url]
Thank you!
My homepage | Please visit
Well done!
http://ntbwbisb.com/jrtj/uhsd.html | http://uopihwnt.com/vagz/ecvz.html
Skrifa ummæli