þriðjudagur, janúar 24, 2006


Geysp....

Já það er ekki hægt að kvarta undan framtaksleysi hér þessa dagana. Ég er búin að taka herbergið hans Árna þvílíkt í gegn að það er óþekkjanlegt á eftir. Dótamagnið var minnkað um helming ef ekki meira og húsgögnunum snúið svo nú virðist vera meira pláss þar en var fyrir. Ofan í þetta þá er Árni fluttur inn í sitt herbergi (hversu lengi sem það endist) og hefur sofið þar síðustu nætur. Þetta er stór áfangi í hans lífi. Mér finnst líka óhemju gaman að sjá herbergið hans svona fínt og flott. Nú á svo að fara og fjárfesta í útvarpsvekjara handa honum þar sem systir hans tekur út fyrir að vekja hann oftar á morgnana og gamla góða vekjaraklukkan er bara ekki að vinna sína vinnu almennilega og Árni sefur hringinguna algerlega af sér.
Fyrir utan þennan dugnað eru þvottavélarnar búnar að ganga stanslaust og búið að brjóta þvottin saman jafnóðum og hann kemur úr þurkaranum svo það eru allar skúffur og skápar að springa utan af öllu góssinu. Gallinn á þessu er að ég vakti til kl. hálf fjögur í nótt við að ganga frá og brjóta saman þvott svo hringdi síminn klukkan hálf átta í morgun þar sem allt var í voða í vinnunni og sár vantaði mannskap og ég lét náttúrlega hafa mig í það að mæta og er því eins og úldin þorskur í framan og geyspandi og á eftir að mæta á eithvert alsherjar bekkjarbingókvöld í Flataskóla í kvöld.
Well farin að kaupa klukku ...............

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thank you!
[url=http://vxebgsob.com/qaro/uycv.html]My homepage[/url] | [url=http://kgnqmrqb.com/pata/hpij.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Good design!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Nice site!
http://vxebgsob.com/qaro/uycv.html | http://nmhxgoyc.com/jihj/eipp.html