miðvikudagur, janúar 04, 2006

Pestin

Það tók ekki langan tíma fyrir fyrstu pest ársins að halda innreið sína hingað magapestin sem hefur verið að hrella höfuðborgarbúa er mætt hingað. OJJJJJJ !! Það hefur að vísu gerst áður að pestir hafa verið snemma á ferðinni hér jafnvel tekið hús á okkur um áramótin sjálf mér finnst það nú bara helber dónaskapur ég verð að segja það.


Ég held svo að ég verði að fara í sykur afvötnun sem fyrst. Ég datt í það á Jóladag og hef legið meira og minna í því síðan :( Ég náði samt merkum áfanga núna á mánudaginn en ég skipti niður í nýtt jakkanúmer í vinnunni :) Ég er komin í jakka nr. 44 en þá er ég að nálgast þá fatastærð sem ég notaði fyrir 13 árum síðan en þá notaði ég jakka númer 42. Ég hef ekki notað svona "lítinn" jakka í óhóflega mörg ár. En til að viðhalda þessum áfanga og ná mér niður um nokkur jakkanúmer í viðbót þar ég að taka mig á í mataræðinu hvernig svo sem ég fer að því. Ofnnæmis/óþols ógeðið er mér fjötur um fót ég er enn að fá köst. Síðast á Gamlársdag borðaði ég greinilega eithvað sem ég þoldi ekki því ég vaknaði eins og þvottabjörn á nýársdagsmorgun og það look dugði mér fram á 2.jan. En hefur hjaðnað aftur frekar fljótt með því að ég hef passað extra vel hvað ég læt ofan í mig. Versti fjandinn að ég skuli ekki hafa ofnæmi fyrir sykri arrrggghhh það hefði hentað svo gasalega
vel


Að öðru leyti fóru áramótin vel fram og ég fílaði áramótaskaupið alveg í ræmur. Uppáhalds atriðin mín voru (ekki endilega í þessari röð) Björgvin sem Bjössi bróðir hennar Helgu, mislægu gatnamótin, gömluhjónin sem eyddu ævikvöldinu í strætó og konan sem var enn í sama fatanúmerinu og hún var í þegar hún fermdist. Ég get endalaust hlegið að þessu he he .....
Eftir hinn hefðbundna áramótakvöldverð (sem var einkar ljúffengur) með fjölskyldunni skelltum við okkur heim fuðruðum upp nokkrum blysum og tertum. Drifum okkur svo til Guðlaugar og Helga og skemtum okkur þar við rökræður og svo söng fram til kl. 6 á nýárs morgun. Held að þetta hafi bara verið meðal bestu áramóta sem ég man eftir frá upphafi.

Engin ummæli: